Fjölbreytt sumarnámskeið í Strandabyggð

Skrifað af:

Ritstjórn

Opnað hefur verið fyrir skráningar á sumarnámskeið í Strandabyggð. Í boði eru fjölbreytt námskeið fyrir börn á öllum aldri; Íþróttir- og leikir, Náttúrubarnaskóli, stuttmyndagerð, leiðtogaþjálfun, skíði og sirkus svo fátt eitt sé nefnt. Auk þess er Geislinn með námskeið og heldur utan um eigin skráningu. Á öllum námskeiðum starfa úrvalsleiðbeinendur sem eru vanir að vinna með börnum og njóta aðstoðar ungmenna úr Vinnuskólanum.

Námskeiðin fara fram við/í Félagsheimilið og Íþróttamiðstöðina á Hólmavík og Náttúrubarnaskólann á Sævangi, en þangað verður boðið uppá skólabíl.

Í sumar er jafnframt boðið upp á Vinnuskóla fyrir 12-18 ára, Ozon stendur fyrir vikulegum ævintýraferðum og Dungeons & Dragons klúbb í júní og Fjósið er opið fyrir 16+ samkvæmt samkomulagi. Í júlí verður sirkuslistahópurinn Hringleikur með tveggja daga sirkusnámskeið fyrir börn en skráning fyrir það verður kynnt síðar.

Öllum börnum er velkomið að skrá sig á námskeiðin en Strandabyggð niðurgreiðir 5.000 kr. á hvert námskeið fyrir börn forsjáraðila sem búa í sveitarfélaginu. Innifalið er kennsla, gögn, ávaxtastund fyrir hádegi og kaffitími eftir hádegi. Einnig er boðið upp á 20% systkinaafslátt.

Skráningarform fyrir námskeiðin eru hér:

Sumarbörn í Strandabyggð

Leikja-, íþrótta- og fótboltanámskeið Geislans

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Mest lesið

Nýjast

Strandir.is opnaði í dag nýja vefverslun, Kvaka. Kvaka selur hönnun og handverk, þar sem ýmist hönnuðirnir og/eða hráefnið er af Ströndum.
17. júní á Ströndum verður líklega frekar svalur en það mun ekki aftra fóllki frá að skreppa af bæ. Hér er dagskrá þjóðhátíðardagsins.
Listi Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs í Norðvesturkjördæmi var samþykktur í gær. Í 9. sæti listans er öflug Strandakona.
Auglýst er eftir umsóknum í Lóuna, menningarverðlaun Strandabyggðar. Frestur til tilnefninga hefur verið framlengdur til hádegis 14. júní.
Norðanátt í maí og þurrkar en blóm að blómstra og vorverkin að hefjast. Heygarðshornið fjallar um málefni líðandi stundar í bændasamfélaginu.
Tvö ný bistro opnuðu sama dag á Hólmavík. Bistro 510 sem er staðsett í söluvagni við tjaldsvæðið og Bistro Gistihúss Hólmavíkur.

Aðrar fréttir

Strandir.is er fyrst og fremst vefur alls Strandafólks en einnig fyrir ferðafólk og aðra velunnara sem upplýsinga- og fréttamiðill.
Jón Geir Ásgeirsson, skipstjóri Strandferða segir að sumarið líti vel út og að nú þegar sé talsvert búið að bóka ferðir hjá þeim.
Kyrrðarkraftur er nýtt endurhleðslusetur á Hólmavík fyrir fólk sem vill byggja sig upp og temja sér jákvætt hegðunarmunstur.
Nú um páskana hefjast framkvæmdir að nýju við Krossneslaug í Árneshreppi en verið er að stórbæta aðstöðu við laugina.
Scroll Up