Fékk krók í augað – kominn úr aðgerð

Skrifað af:

Guðbjörg Guðmundsdóttir

Ingólfur Árni Haraldsson lenti í því óhappi að fá krók í augað. Mynd: Aðsend

„Við erum að draga inn landbeitta línu með þegar einn krókurinn festist í spilinu og skýst beint í augað á mér.“ 

Ingólfur Árni Haraldsson varð fyrir því óláni að fá brotinn krók í augað þarsíðustu nótt við róður norðarlega í Húnaflóa. Það fór þó betur en á horfðist og virðist krókurinn ekki hafa valdið langtíma skaða á auganu. Ingólfur býr á Hólmavík og rær út frá Drangsnesi. Strandir.is náði tali af Ingólfi þar sem hann var á leið norður á Hólmavík úr bænum þar sem hann gekkst undir aðgerð á auganu í gær, mánudag. „Hann festist sem betur fer ekki í auganu sjálfu heldur lenti undir augntóttinni og sat þar fastur,“ segir Ingólfur aðspurður um ástandið á auganu.

Alls voru þrír um borð í bátnum þegar atvikið varð, þar á meðal faðir Ingólfs. „Sem betur fer. Ég var aldrei í lífshættu en var smeykur um að missa einhverja sjón. Það er ansi slæmt enda augun bestu vinnutækin.“ Þeir hringdu eftir aðstoð kl. 4:08 um morguninn. „Þá vorum við í mikilli þoku og tókum stefnuna á Skagaströnd frekar en Norðurfjörð, þar myndi þyrla bíða okkar og þyrlulæknir sem gæti skoðað mig strax á bryggjunni. Við gátum siglt fulla ferð þangað enda vorum nýbyrjaðir að draga línuna og enginn afli kominn um borð, siglingin tók um einn og hálfan tíma. Á meðan sat ég rólegur og hélt augunum hálflokuðum.“

Þegar á Skagaströnd var komið sýndi Ingólfur þyrlulækninum sem tók á móti honum á bryggjunni myndir sem hann hafði tekið rétt eftir að krókurinn lenti í augntóttinni. „Læknirinn skoðaði mig snöggt og sagði að við myndum bara skella okkur suður og láta meta stöðuna betur þar með sérfræðingum og ég fór með þyrlunni suður. Flugið tók um eina klukkustund. Svo fór ég með sjúkrabíl á bráðamóttökuna þar sem ég var skoðaður af öðrum lækni og augnlækni sem gaf mér meðal annars deyfidropa. Þá var líka búið að taka myndir til að sjá hvernig krókurinn lá. Ég var svo kominn í aðgerð um 3 leytið í gær sem tók um þrjá tíma. Ég þurfti að bíða lengi eftir að komast í aðgerð, það voru aðrir sem þurftu bráðaskurðaðgerðir og mannekla á deildinni. Þetta voru því alls 11 klukkutímar frá því við höfðum fyrst samband við neyðarlínuna og þar til ég komst í aðgerð.“

Það var fyrst eftir aðgerðina sem Ingólfur fann fyrir sársauka en hafði blessunarlega verið laus við hann þangað til. Í samtali við strandir.is sagði Ingólfur að kona sín, Heiðrún Helga Hjörleifsdóttir, væri undir stýri. Hún hafi hvort eð er ætlað að koma suður á mánudeginum, hann hafi einfaldlega verið á undan henni. Krókinn fékk Ingólfur að eiga til minninga um þetta eftirminnilega atvik.

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Mest lesið

Nýjast

Útsýnið frá Malarhorni er einstakt: þar sést perla fjarðarins, Grímsey. Þaðan er hægt að fara í eyjuna, skoða lunda og fara á sjóstöng.
Nábrókin er smáhátíð sem haldin er um verslunarmannahelgina í Trékyllisvík í Árneshreppi. Mýrarbolti og fjárhústónleikar.
Kaldalónstónleikar og útgáfuhóf bókarinnar Minningarrit um Jón Hallfreð Ingvarsson verður í Dalbæ á Snæfjallaströnd um verslunarmannahelgina.
Starfsfólk Strandabyggðar er nú margt komið í sumarfrí eins og margur landinn. Hér er hægt að sjá sumarlokanir stofnana sveitarfélagsins.
Í gær voru veittar auknar strandveiðiheimildir sem þýðir að tryggt er að kvótinn klárist ekki á tímabilinu en sumarið hefur verið ótíðasamt.
Sögurölt safnanna í Dölum og á Ströndum halda áfram. Á fimmtudag kl. 20, verður rölt um Tungugröf á Ströndum. Öll eru hjartanlega velkomin.

Aðrar fréttir

Strandir.is er fyrst og fremst vefur alls Strandafólks en einnig fyrir ferðafólk og aðra velunnara sem upplýsinga- og fréttamiðill.
Jón Geir Ásgeirsson, skipstjóri Strandferða segir að sumarið líti vel út og að nú þegar sé talsvert búið að bóka ferðir hjá þeim.
Kyrrðarkraftur er nýtt endurhleðslusetur á Hólmavík fyrir fólk sem vill byggja sig upp og temja sér jákvætt hegðunarmunstur.
Nú um páskana hefjast framkvæmdir að nýju við Krossneslaug í Árneshreppi en verið er að stórbæta aðstöðu við laugina.
Scroll Up