Farfuglarnir tínast til landsins

Skrifað af:

Ritstjórn

Þröstur á Hólmavík. Mynd: Silja Á.

Nú styttist í vorið og einungis 20 dagar í sumardaginn fyrsta sem er 22. apríl.

Með hækkandi sól eru farfuglarnir byrjaðir að tínast til landsins. Heiðlóan sást í fjörunni á Stokkseyri 28. mars sl., pálmasunnudag og í dag heyrðist í henni hér á Ströndum, í Bakkagerði í Kaldrananeshreppi. Koma lóunnar hefur löngum verið talinn vorboði mikill.
Tjaldurinn kom fyrir nokkru síðan og hefur sést víða á Ströndum. Grágæs, álftir, þrestir og ritur hafa sést á svæðinu undanfarið og nokkrir lundar eru mættir í Grímsey.

Hafdís Sturlaugsdóttir, bóndi í Húsavík sá brandönd í morgun á Tungugrafarvogunum og ein grágæs var komin í túnið í Húsavík, ásamt því að fleiri gæsir hafa sést þar á sjónum. Í gær voru svo tveir þrestir í kringum Húsavíkurbæinn.

Það er greinilegt að vorið er rétt handan við hornið.

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Mest lesið

Nýjast

Strandir.is opnaði í dag nýja vefverslun, Kvaka. Kvaka selur hönnun og handverk, þar sem ýmist hönnuðirnir og/eða hráefnið er af Ströndum.
17. júní á Ströndum verður líklega frekar svalur en það mun ekki aftra fóllki frá að skreppa af bæ. Hér er dagskrá þjóðhátíðardagsins.
Listi Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs í Norðvesturkjördæmi var samþykktur í gær. Í 9. sæti listans er öflug Strandakona.
Auglýst er eftir umsóknum í Lóuna, menningarverðlaun Strandabyggðar. Frestur til tilnefninga hefur verið framlengdur til hádegis 14. júní.
Norðanátt í maí og þurrkar en blóm að blómstra og vorverkin að hefjast. Heygarðshornið fjallar um málefni líðandi stundar í bændasamfélaginu.
Tvö ný bistro opnuðu sama dag á Hólmavík. Bistro 510 sem er staðsett í söluvagni við tjaldsvæðið og Bistro Gistihúss Hólmavíkur.

Aðrar fréttir

Strandir.is er fyrst og fremst vefur alls Strandafólks en einnig fyrir ferðafólk og aðra velunnara sem upplýsinga- og fréttamiðill.
Jón Geir Ásgeirsson, skipstjóri Strandferða segir að sumarið líti vel út og að nú þegar sé talsvert búið að bóka ferðir hjá þeim.
Kyrrðarkraftur er nýtt endurhleðslusetur á Hólmavík fyrir fólk sem vill byggja sig upp og temja sér jákvætt hegðunarmunstur.
Nú um páskana hefjast framkvæmdir að nýju við Krossneslaug í Árneshreppi en verið er að stórbæta aðstöðu við laugina.
Scroll Up