Færðu Skíðafélagi Strandamanna gjöf í minningu ættingja

Skrifað af:

Ritstjórn

Sigga Drífa og Rósmundur Númason sem tók við gjöfinni fyrir hönd Skíðafélagsins. Mynd: Stefán Þór Birkisson

Fjölskyldan í Tröllatungu færði Skíðafélagi Strandamanna uppþvottavél að gjöf í gær. Gjöfin er til minningar um Halldór Fannar Þórólfsson, bróður, mág og frænda þeirra, sem féll frá í lok júní síðastliðnum.

Hugmyndin kviknaði þegar Sigga Drífa (Sigríður Drífa Þórólfsdóttir) í Tröllatungu hljóp í skarðið til að hjálpa á einu af skíðagöngunámskeiðunum sem félagið hélt í vetur. Eftir hverja æfingu er mikið uppvask og engin uppþvottavél hefur verið til staðar, hingað til. Sigga Drífa fór í kjölfarið á námskeiðinu að skoða uppþvottavélar fyrir félagið: „en svo fellur bróðir minn mjög snögglega frá og vildi ég geta minnst hans á þennan hátt“ segir hún.

Notað er talsvert magn af glösum og öðrum borðbúnaði við hverja æfingu þar sem mikill fjöldi barna mætir og drekkur saman kakó og eiga sér gæðastund, sem er mikilvægt í barnastarfinu. Það er því auðséð að þessi veglega gjöf í minningu Halldórs Fannars muni nýtast félaginu og starfinu vel og lengi.

Nýjustu fréttir og greinar

Sveitasíminn er nýtt hlaðvarp á Ströndum sem Sauðfjársetrið heldur úti í tilefni 20 ára afmælis safnsins um þessar mundir.
„Flokkur fólksins hefur barist með kjafti og klóm fyrir strandveiðum fyrir sjávarbyggðirnar. Fyrsta skrefið er að tryggja 48 veiðidaga á ári.“
Trékyllisheiðarhlaupið verður haldið öðru sinni nk. laugardag 13. ágúst. Skráningarfrestur rennur út á miðnætti á morgun, miðvikudagskvöld 10. ágúst.
Hópur kvenna hafa komið af stað söfnun fyrir sjúkrabörum, spelkum og sjúkrakassa til að gefa staðarhöldurum í Reykjarfirði á Hornströndum.

Mest lesið í vikunni

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Aðrar fréttir

Sveitasíminn er nýtt hlaðvarp á Ströndum sem Sauðfjársetrið heldur úti í tilefni 20 ára afmælis safnsins um þessar mundir.
„Flokkur fólksins hefur barist með kjafti og klóm fyrir strandveiðum fyrir sjávarbyggðirnar. Fyrsta skrefið er að tryggja 48 veiðidaga á ári.“
Trékyllisheiðarhlaupið verður haldið öðru sinni nk. laugardag 13. ágúst. Skráningarfrestur rennur út á miðnætti á morgun, miðvikudagskvöld 10. ágúst.
Hópur kvenna hafa komið af stað söfnun fyrir sjúkrabörum, spelkum og sjúkrakassa til að gefa staðarhöldurum í Reykjarfirði á Hornströndum.