Fæðingarsögur feðra: Óska eftir sögum af Ströndum

Skrifað af:

Ritstjórn

Ísak ásamt dóttur sinni. Mynd: Aðsend

Gréta María Birgissdóttir og Ísak Hilmarsson eignuðust sitt fyrsta barn árið 2017. Tveimur árum síðar fóru þau af stað með verkefnið Fæðingarsögur feðra og hafa verið að vekja athygli á því með ýmsum hætti síðan þá.

Fá feður til að ræða sínar fæðingarsögur

Markmiðið með Fæðingarsögum feðra er að fá feður til að ræða sínar fæðingarsögur og upplifun og þátttöku af ferlinu við að eignast barn. Auk þess óska þau Ísak og Gréta María eftir því að þeir sem hafa áhuga á, skrifi niður sína sögu og sendi þeim þar sem þau ætla að gefa sögurnar út í bók til varðveislu. Sögurnar verða nafnlausar í bókinni en með hverri sögu verður fæðingarár barns og föðurs sem og fæðingarstaður.

„Við erum að reyna að ná til feðra um land allt og það væri mjög gaman að fá inn sögur af Ströndum“

„Við erum að reyna að ná til feðra um land allt og það væri mjög gaman að fá inn sögur af Ströndum. Verkefnið nær ekki aðeins til nýbakaðra feðra heldur viljum við líka fá sögur frá því hvernig hlutirnir gengu fyrir sig hér á árum áður.“ segja þau Ísak og Gréta María sem búa í dag í Kópavogi og eiga saman tvö börn.

Gréta María og Ísak ásamt börnum sínum tveimur. Mynd: Aðsend

Áhugaverðar sögur tengdar landsbyggðinni

Gréta María er ljósmóðir á fæðingarvakt Landspítalans og Ísak vinnur hjá hugbúnaðarfyrirtæki. Amma Ísaks og afi bjuggu á Þingvöllum í Helgafellssveit og hann sjálfur kemur úr Stykkishólmi. „Við vitum að það eru margar áhugaverðar sögur sem tengjast landsbyggðinni og fæðingum barna, bæði nýjar og eldri sögur og okkur langar mikið til að ná til þessara aðila.“

Fæðingasögur feðra. Mynd: Aðsend

Hvort fólk þekki söguna af sinni fæðingu

„Við höfum fengið margar sögur sendar en höfum áhuga á að fá enn fleiri sögur í verkefnið og vekja betur athygli á því. Við erum líka svolítið að velta þeirri spurningu fram hvort að fólk hafi almennt heyrt söguna af því þegar það kom í heiminn. Þegar fólk fer og spyr foreldra sína út í það, þau sem hafa tök á því, fá oft fram áhugaverðar umræður í fjölskyldunni.“ segir Ísak að lokum.

Gréta María og Ísak. Mynd: Aðsend

Fæðingarsögur feðra á Facebook.

Hægt er að senda þeim fæðingarsögu á Facebook eða á netfangið faedingarsogurfedra@gmail.com

Viðtöl við Ísak og Grétu Maríu um verkefnið má heyra á Vísi og Harmageddon.

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Mest lesið í vikunni

Nýjustu fréttir og greinar

Boðið verður upp á bólusetningar með Pfizer bóluefni gegn Covid-19 fyrir börn 5-11 ára á heilsugæslunni á Hólmavík föstudaginn 21. janúar nk.
Um áramótin urðu kaflaskil á Hólmavík þegar Café Riis fékk nýjan eiganda. Arkitektinn Guðrún Ásla Atladóttir hefur tekið við lyklunum.
Óskar Hafsteinn, kokkur, deilir með okkur uppskrift að spari eftirrétt, sítrónu tart, sem hann gerði m.a. í sveinsprófinu sínu.
Skíðafélag Strandamanna tók þátt í bikarmóti á Akureyri um helgina. Fjölmennasti ungmennahópur félagsins 13-16 ára á bikarmóti til þessa.

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Aðrar fréttir

Boðið verður upp á bólusetningar með Pfizer bóluefni gegn Covid-19 fyrir börn 5-11 ára á heilsugæslunni á Hólmavík föstudaginn 21. janúar nk.
Skíðafélag Strandamanna tók þátt í bikarmóti á Akureyri um helgina. Fjölmennasti ungmennahópur félagsins 13-16 ára á bikarmóti til þessa.
Auglýst er eftir tilnefningum um íþróttamanneskju ársins 2021 í Strandabyggð. Öll sem vilja geta sent inn tilnefningu.