Einangrun á flugvöllum landsins

Skrifað af:

Ritstjórn

Guðmundur Ingi, leikari og tónlistarmaður. Mynd: FB Lakehouse

Samskotsverkið Einangrun verður sýnt tvisvar á Ísafjarðarflugvelli í dag 4. júlí. Verkið átti að sýna 13. júní eftir sýningar á Reykjavíkurflugvelli, Egilsstaðaflugvelli og Akureyrarflugvelli fyrr í júní. Fyrri sýningin átti að vera klukkan 9:50 í morgun á Ísafjarðarflugvelli en frestast eitthvað fram yfir hádegi þar sem þoka var á Ísafjarðarflugvelli í morgun. Sú seinni er klukkan 18. Ókeypis er inn á sýningarnar.

Sumarið 2018 óskaði leikhópurinn Lakehouse eftir textum frá höfundum af landsbyggðinni sem fjalla um einangrun. Hópurinn sóttist sérstaklega eftir því að veita fjölbreyttum röddum hljómgrunn. Örsögum ljóðum og textum 11 höfunda var raðað saman í einleikinn sem fluttur er af Guðmundi Inga Þorvaldssyni, leikara og tónlistarmanni. Árni Kristjánsson er leikstjóri verksins og Sigríður Lára Sigurjónsdóttir sá um ritstjórn handritsins og Harpa Fönn Sigurjónsdóttir er framleiðandi verksins. 

Harpa Fönn Sigurjónsdóttir framleiðandi verksins, Árni Kristjánsson leikstjóri og Guðmundur Ingi leikari. Mynd: FB Lakehouse

Höfundur af Ströndum

Einn af höfundunum ellefu er Bára Örk Melsted, Strandakona frá Hólmavík en textinn hennar var skrifaður í skapandi sumarstörfum á vegum Strandabyggðar undir nafninu Strandir í verki. Strandir í verki var verkefni sem var fyrst starfrækt sumarið 2018 og vann hópurinn að skapandi skrifum ásamt uppsetningum á leikverkum. Markmið verkefnisins var að gefa ungmennum í samfélaginu tækifæri til að vinna við listsköpun í sinni heimabyggð. Strandir í verki kom til að frumkvæði Leikfélags Hólmavíkur en var unnið í samstarfi við Rannsóknarsetur Háskóla Íslands í þjóðfræði, Sauðfjársetur á Ströndum og Strandabyggð. Auk þess fékk verkefnið styrki frá Fjórðungssambandi Vestfjarða og Sparisjóði Strandamanna. Strandir í verki var endurtekið sumarið 2019.

Bára Örk Melsted einn höfundanna ásamt leikara og leikstjóra verksins og nokkrum öðrum höfundum. Mynd: Gunnar B. Melsted

Einangrun frá mismunandi sjónarhólum

Guðmundur Ingi fer með hlutverk trúbadors í þessu 30 mínútna verki sem sýnt er í óvenjulegu umhverfi – á flugvöllum í fjórum landshlutum. „Lakehouse vill með þessu verki heiðra íslenska trúbadorinn, sögumanninn eða shamaninn sem glæðir samverustundir þorpsbúanna lífi með tilfinningaþrungnum frásögnum sínum, ádeilu, háði og kímni. Sameinumst í einangrunni!“ segir á vef Listahátíðar um verkið.

Verkinu er ætlað að velta upp spurningum um upplifun af einangrun og skoða einangrun út frá mismunandi sjónarhólum, frá höfundunum sem upplifað hafa mismunandi einangrun sem fylgir því að búa á landsbyggðinni. Síðan textarnir voru samdir hefur allur heimurinn upplifað einangrun á mismunandi vegu vegna heimsfaraldursinns sem sett hefur mark sitt á líf fólks undanfarið. Þannig öðlast verkið aukið vægi þar sem fleira fólk gæti endurspeglað upplifanir sínar í verkinu.

Verkið er sett upp í samstarfi við Listahátíð 2020 sem dregist hefur á langinn vegna samkomutakmarkana. Einangrun er einnig í samstarfi við ISAVIA þar sem verkið hefur verið sýnt á flugvöllum víðsvegar um land þar sem allir eru að koma eða fara.

Hér er Facebook viðburður sýningarinnar.

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Mest lesið

Nýjast

Útsýnið frá Malarhorni er einstakt: þar sést perla fjarðarins, Grímsey. Þaðan er hægt að fara í eyjuna, skoða lunda og fara á sjóstöng.
Nábrókin er smáhátíð sem haldin er um verslunarmannahelgina í Trékyllisvík í Árneshreppi. Mýrarbolti og fjárhústónleikar.
Kaldalónstónleikar og útgáfuhóf bókarinnar Minningarrit um Jón Hallfreð Ingvarsson verður í Dalbæ á Snæfjallaströnd um verslunarmannahelgina.
Starfsfólk Strandabyggðar er nú margt komið í sumarfrí eins og margur landinn. Hér er hægt að sjá sumarlokanir stofnana sveitarfélagsins.
Í gær voru veittar auknar strandveiðiheimildir sem þýðir að tryggt er að kvótinn klárist ekki á tímabilinu en sumarið hefur verið ótíðasamt.
Sögurölt safnanna í Dölum og á Ströndum halda áfram. Á fimmtudag kl. 20, verður rölt um Tungugröf á Ströndum. Öll eru hjartanlega velkomin.

Aðrar fréttir

Strandir.is er fyrst og fremst vefur alls Strandafólks en einnig fyrir ferðafólk og aðra velunnara sem upplýsinga- og fréttamiðill.
Jón Geir Ásgeirsson, skipstjóri Strandferða segir að sumarið líti vel út og að nú þegar sé talsvert búið að bóka ferðir hjá þeim.
Kyrrðarkraftur er nýtt endurhleðslusetur á Hólmavík fyrir fólk sem vill byggja sig upp og temja sér jákvætt hegðunarmunstur.
Nú um páskana hefjast framkvæmdir að nýju við Krossneslaug í Árneshreppi en verið er að stórbæta aðstöðu við laugina.
Scroll Up