Daníel dýralæknir kemur á Hólmavík

Skrifað af:

Ritstjórn

Dýralæknir sinnir hreinsun hunda og katta í Strandabyggð. Mynd: Nadia Vasil'eva

Daníel Haraldsson sinnir hreinsun á hundum og köttum mánudaginn 28. nóvember n.k. í Áhaldahúsinu á Hólmavík milli kl. 16:00 og 18:00. Hunda- og kattaeigendur í Strandabyggð, bæði þéttbýli og dreifbýli eru hvattir til að mæta og nýta sér þjónustuna.

Gott væri ef hundaeigendur gætu komið á milli 16:00 og 17:00, kattaeigendur á milli 17:00 og 18:00. Hundar þurfa að vera í taumi og kettir í búri en einnig er í boði að sækja lyfin fyrir kettina á auglýstum tíma til Daníels.

Allir hundar og kettir innan þéttbýlis skulu skráðir og bera merkingar skv. reglugerð um hunda- og kattahald sem finna má á vef Strandabyggðar. Ný samþykkt um gæludýrahald í Strandabyggð tók gildi í maí sl. Skylt er að færa hunda og ketti til hreinsunar árlega.

Þau sem óska eftir annarri dýralæknisþjónustu eða upplýsingum er velkomið að hafa samband við Daníel í síma 434-1122 kl. 9-11 alla virka daga eða senda póst á netfangið dannidyralaeknir@gmail.com.

Nýjustu fréttir og greinar

Öll sem þekkja til Steinu í Gröf vita að hún er mikið jólabarn og bókstaflega umbreytir húsinu í Gröf í fallegt jólahús á hverju ári.
„Í síðustu viku áskotnaðist undirrituðum sá heiður að taka sæti á Alþingi íslendinga fyrir Miðflokkinn.“ skrifar Högni Elfar Gylfason.
Fyrsti í aðventu er núna á sunnudaginn. Fólk er farið að hlakka til jólastússins og jólamarkaðir eru fyrir mörgum mikilvægur liður í því.
Dúllurnar verða með jólatónleika í Sævangi 19. desember. Þar ætla þær að flytja ýmis jólalög og skemmta ásamt því að góðir gestir koma.

Mest lesið í vikunni

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Aðrar fréttir

Fyrsti í aðventu er núna á sunnudaginn. Fólk er farið að hlakka til jólastússins og jólamarkaðir eru fyrir mörgum mikilvægur liður í því.
Dúllurnar verða með jólatónleika í Sævangi 19. desember. Þar ætla þær að flytja ýmis jólalög og skemmta ásamt því að góðir gestir koma.
Laugardaginn 19. nóvember tóku nemendur Grunnskóla Drangsness þátt í tækni- og hönnunarkeppninni First Lego League í Háskólabíó.
Kynningarfundur vegna mats á umhverfisáhrifum fyrirhugaðs Strandavegar um Veiðileysuháls í Árneshreppi, verður haldinn 22. nóvember.