COVID-19: Staðan í Strandabyggð í dag

Skrifað af:

Ritstjórn

Seiður á Hólmavík. Mynd: Íris Björg.

Skólastarf er hafið að nýju í Strandabyggð. Margir íbúar fóru í skimun í byrjun vikunnar og samkvæmt tölum frá lögreglunni á Vestfjörðum frá því í morgun eru nú samtals 10 í einangrun í Reykhólahreppi og í sveitarfélögunum á Ströndum.

Sveitarfélagið Strandabyggð vill hvetja fólk til að fara að öllu með gát og sinna persónulegum sóttvörnum af kostgæfni. Jafnframt er mikilvægt að við höldum ró okkar og ræðum við yngri kynslóðina og útskýrum málin. Helstu ráðin til íbúa eru að muna eftir handþvotti, nota spritt til sótthreinsunar og halda fjarlægð við aðra. Notum grímu þar sem ekki er hægt að virða nándarmörk. Pössum að þrífa algenga snertifleti og ef við þurfum að hósta, gerum það í olnbogabót eða einnota klút.

Hringja frekar en að mæta á heilsugæsluna

Ef fólk finnur fyrir einkennum eða hefur grun um smit, er mjög mikilvægt að hringja eða hafa samband við heilsugæsluna, en ekki mæta á heilsugæslustöðina. Hægt er að hafa samband við heilsugæsluna á Hólmavík (s: 432-1400), Læknavaktina (s: 1700) eða á netspjalli Heilsuveru, og er fólk hvatt til að gera það ef það finnur fyrir einkennum, jafnvel þó viðkomandi sé bólusettur.

Einkenni geta verið: Hósti, hiti, hálssærindi, kvefeinkenni, andþyngsli, bein- og vöðvaverkir, þreyta, kviðverkir, niðurgangur, uppköst, skyndilegt tap á lyktar- og bragðskyni, höfuðverkur. Örvunarbólusetning er að hefjast hjá heilsugæslunni á Hólmavík og þarf að hringja og panta tíma í hana. 

Upplýsingasíða Embætti landlæknis og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra er á slóðinni: www.covid.is Þar má m.a. finna gagnlegar upplýsingar um sýnatöku, sóttkví, smitgát, einangrun, einkenni og almenna líðan.

Þetta kom fram á vef Strandabyggðar í dag.

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Mest lesið í vikunni

Nýjustu fréttir og greinar

Jólamarkaður verður í Hveravík í dag, laugardaginn 4. des. Markaðurinn stendur frá 13-17 og þar verður ýmislegt fallegt og girnilegt til sölu.
Viðtal við Sólrúnu Öldu Waldorff sem brenndist alvarlega í eldsvoða árið 2019. Hún deilir reynslu sinni til að efla umræðuna á sviði forvarna.
Matkrókurinn kynnir matgæðinga á Ströndum sem deila uppáhalds uppskriftunum sínum. Helga Gunnarsdóttir deilir jarðarberja- og Baileys tertu.
Eiríkur Valdimarsson er ekki veðurfræðingur en hann hefur lengi velt fyrir sér alþýðlegum veðurspám. Kristín okkar ræddi við Eirík um veðrið.
Barnakór Strandabyggðar gefur út nýtt jólalag eftir kórstjórnandann Braga Þór Valsson. Þetta er í þriðja sinn sem kórinn gefur út jólalag.

Aðrar fréttir

Jólamarkaður verður í Hveravík í dag, laugardaginn 4. des. Markaðurinn stendur frá 13-17 og þar verður ýmislegt fallegt og girnilegt til sölu.
Viðtal við Sólrúnu Öldu Waldorff sem brenndist alvarlega í eldsvoða árið 2019. Hún deilir reynslu sinni til að efla umræðuna á sviði forvarna.
Barnakór Strandabyggðar gefur út nýtt jólalag eftir kórstjórnandann Braga Þór Valsson. Þetta er í þriðja sinn sem kórinn gefur út jólalag.
Einvalalið vestfirsks tónlistarfólks hefur tekið höndum saman og mun bjóða upp á jólatónleika á Hólmavík, Tálknafirði og Ísafirði í desember.