Byggðasafnið á Reykjum tekur þátt í Evrópskum menningarminjadögum

Skrifað af:

Ritstjórn

Hákarlaskipið Ófeigur. Mynd: Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna

Vikuna 30. ágúst til 3. september tekur Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna á Reykjum við Hrútafjörð þátt í Evrópsku menningarminjadögunum.

Menningarminjadagarnir eru haldnir ár hvert í þeim 50 löndum sem hlut eiga að Menningarsáttmála Evrópu.
Allt frá Aserb­aísjan í austri, til Portúgals í vestri og norður til Noregs. Markmið þessara daga er að vekja athygli og áhuga á ríkri og fjölbreyttri menningu þeirra samfélaga sem byggja álfuna. 

Áherslan er að kynna hverfandi menningararf og stuðla þannig að vitund og virðingu fyrir hefðum og kunnáttu sem brátt heyra sögunni til.

Rekaviður, bátar og búsgögn

Á Byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna er mikill fjöldi gripa sem eiga rætur sínar að mestu í horfinni verkmenningu og eru lýsandi dæmi um þá miklu vinnu en um leið kunnáttu sem lá að baki því að bjarga rekatré undan sjó og koma því alla leið í nýtilegan hlut.

Mynd: Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna

Safnverðirnir Benjamín Kristinsson og Gunnar Rögnvaldsson eru báðir fæddir og uppaldir á rekajörðum þar sem nýting rekaviðar var stór hluti af búsetu bæði á Ströndum og Skaga og búa yfir mikilli vitneskju um þessa verkþætti.

Farið verður yfir ferlið og sýnd einföld nýting reka í borðvið og staura, heiti hluta og verkfæra. Hákarlaskipið Ófeigur fær sérstaka kynningu sem fágætur menningargripur Íslendinga, smíðaður á Ströndum 1875. Smærri munir verða einnig til sýnis og skoðaðir með tilliti til samsetninga og skreytinga.

Nýting rekaviðar og vægi

Fimmtudaginn 2. september kl. 17 verður svo dagskrá á Reykjum þar sem sjónum verður beint að rekavið, nýtingu og vinnubrögðum og vægi hans í búháttum íslendinga um aldir. 

Öll sem áhuga hafa eru hvött til að kíkja og ekki síst nýir íbúar svæðisins. Aðgangur er ókeypis!

Hægt er að lesa meira hér.

Mynd: Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna
Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Mest lesið í vikunni

Nýjustu fréttir og greinar

Nemendur Grunnskólans á Drangsnesi seldu uppskeru sína úr skólagróðurhúsinu til að safna fyrir skólaferðalagi næsta vor.
Sigurlaug Gísladóttir, oddviti Frjálslynda lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Sigurð Líndal.
Guðmundur Gunnarsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Sigurð Líndal.
Hafgustur ehf, ný útgerð á Hólmavík, hlaut þriggja milljóna króna styrk úr Matvælasjóði til veiða og fullvinnslu á grjótkrabba.
Eyjólfur Ármannsson, oddviti Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Skúla Gautason.

Aðrar fréttir

Nemendur Grunnskólans á Drangsnesi seldu uppskeru sína úr skólagróðurhúsinu til að safna fyrir skólaferðalagi næsta vor.
Sigurlaug Gísladóttir, oddviti Frjálslynda lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Sigurð Líndal.
Guðmundur Gunnarsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Sigurð Líndal.
Hafgustur ehf, ný útgerð á Hólmavík, hlaut þriggja milljóna króna styrk úr Matvælasjóði til veiða og fullvinnslu á grjótkrabba.