Búnaðarsamband Húnaþings og Stranda leitar að framkvæmdastjóra

Skrifað af:

Ritstjórn

Mynd: Cassie Boca

Búnaðarsamband Húnaþings og Stranda óskar eftir að ráða starfsmann til að sjá um starfsemi sambandsins frá 1. mars næstkomandi. Helstu verkefni eru umsjón með daglegum rekstri, nautgripa- og sauðfjársæðingum, jarðabótaúttektum og öðrum þeim verkefnum sem stjórn ákveður.

Æskilegt er að viðkomandi hafi háskólapróf í búvísindum eða hafi lokið sambærilegu námi sem nýtist í starfi. Mikilvægt er að umsækjendur hafi þekkingu á félagskerfi bænda, geti unnið sjálfstætt og séu færir í mannlegum samskiptum.

Um er að ræða hlutastarf en nánari útfærsla á starfinu getur verið samkomulagsatriði. Nánari upplýsingar veitir formaður BHS, Ingvar Björnsson í síma 893 0120 eða í tölvupósti holabaksbuid@gmail.com.

Umsóknafrestur er til 1. janúar 2022. Umsókn um starfið skal fylgja kynning á umsækjanda ásamt starfsferilsskrá.

Vefsíða Búnaðarsambands Húnaþings og Stranda.

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Mest lesið í vikunni

Nýjustu fréttir og greinar

Boðið verður upp á bólusetningar með Pfizer bóluefni gegn Covid-19 fyrir börn 5-11 ára á heilsugæslunni á Hólmavík föstudaginn 21. janúar nk.
Um áramótin urðu kaflaskil á Hólmavík þegar Café Riis fékk nýjan eiganda. Arkitektinn Guðrún Ásla Atladóttir hefur tekið við lyklunum.
Óskar Hafsteinn, kokkur, deilir með okkur uppskrift að spari eftirrétt, sítrónu tart, sem hann gerði m.a. í sveinsprófinu sínu.
Skíðafélag Strandamanna tók þátt í bikarmóti á Akureyri um helgina. Fjölmennasti ungmennahópur félagsins 13-16 ára á bikarmóti til þessa.

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Aðrar fréttir

Boðið verður upp á bólusetningar með Pfizer bóluefni gegn Covid-19 fyrir börn 5-11 ára á heilsugæslunni á Hólmavík föstudaginn 21. janúar nk.
Skíðafélag Strandamanna tók þátt í bikarmóti á Akureyri um helgina. Fjölmennasti ungmennahópur félagsins 13-16 ára á bikarmóti til þessa.
Auglýst er eftir tilnefningum um íþróttamanneskju ársins 2021 í Strandabyggð. Öll sem vilja geta sent inn tilnefningu.