Breyting á aðalskipulagi og nýtt deiliskipulag

Skrifað af:

Ritstjórn

Bjarnarfjörður Ströndum
Í Bjarnarfirði. Mynd: Silja Ástudóttir

Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps hefur samþykkt að auglýsa tillögur að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins, þetta kemur fram í tilkynningu á vef hreppsins í dag.

Breytingar í Bjarnarfirði

Um er að ræða skipulagssvæði nyrst á jörðinni við Bjarnarfjarðará í námunda við fyrra brúarstæði og felst aðalskipulagsbreytingin í breytingu á landnotkun þar sem gert er ráð fyrir frístundabyggð og ferðaþjónustu á svæði sem er skilgreint landbúnaðarsvæði í gildandi aðalskipulagi.

Einnig var samþykkt að auglýsa tillögur að nýju deiliskipulagi í landi Hvamms í Bjarnarfirði. Nýja deiliskipulagið gerir ráð fyrir fimm frístundahúsalóðum, einni stórri lóð fyrir ferðaþjónustu og einni íbúðarhúsalóð.

Hægt að gera athugasemdir til 10. júní

Skipulagstillögurnar verða til sýnis í húsnæði Verslunarfélagsins á Drangsnesi og verða settar inn á drangsnes.is. Auk þess verður breytingartillaga aðalskipulagsins aðgengileg hjá Skipulagsstofnun frá nk. miðvikudegi.

„Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er þannig gefinn kostur á að kynna sér tillögurnar og gera athugasemdir við þær. Athugasemdum skal vinsamlegast skilað til skrifstofu Kaldrananeshrepps að Holtagötu, 520 Drangsnesi eða á netfangið skipulag@dalir.is í síðasta lagi fyrir 10. júní 2021.“ kemur að lokum fram í tilkynningu sveitarfélagsins.

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Mest lesið

Nýjast

Útsýnið frá Malarhorni er einstakt: þar sést perla fjarðarins, Grímsey. Þaðan er hægt að fara í eyjuna, skoða lunda og fara á sjóstöng.
Nábrókin er smáhátíð sem haldin er um verslunarmannahelgina í Trékyllisvík í Árneshreppi. Mýrarbolti og fjárhústónleikar.
Kaldalónstónleikar og útgáfuhóf bókarinnar Minningarrit um Jón Hallfreð Ingvarsson verður í Dalbæ á Snæfjallaströnd um verslunarmannahelgina.
Starfsfólk Strandabyggðar er nú margt komið í sumarfrí eins og margur landinn. Hér er hægt að sjá sumarlokanir stofnana sveitarfélagsins.
Í gær voru veittar auknar strandveiðiheimildir sem þýðir að tryggt er að kvótinn klárist ekki á tímabilinu en sumarið hefur verið ótíðasamt.
Sögurölt safnanna í Dölum og á Ströndum halda áfram. Á fimmtudag kl. 20, verður rölt um Tungugröf á Ströndum. Öll eru hjartanlega velkomin.

Aðrar fréttir

Strandir.is er fyrst og fremst vefur alls Strandafólks en einnig fyrir ferðafólk og aðra velunnara sem upplýsinga- og fréttamiðill.
Jón Geir Ásgeirsson, skipstjóri Strandferða segir að sumarið líti vel út og að nú þegar sé talsvert búið að bóka ferðir hjá þeim.
Kyrrðarkraftur er nýtt endurhleðslusetur á Hólmavík fyrir fólk sem vill byggja sig upp og temja sér jákvætt hegðunarmunstur.
Nú um páskana hefjast framkvæmdir að nýju við Krossneslaug í Árneshreppi en verið er að stórbæta aðstöðu við laugina.
Scroll Up