Brennu frestað en flugeldasýning á gamlárskvöld

Skrifað af:

Ritstjórn

Flugeldar. Mynd: Elisha Terada

Vegna ástandsins í þjóðfélaginu vegna Covid-19 og tilmæla lögreglunnar á Vestfjörðum hefur áramótabrennu sem halda átti á Skeljavíkurgrundum verið frestað til betri tíma. Þetta kemur fram á vef Strandabyggðar í dag.

Björgunarsveitin Dagrenning mun engu að síður halda flugeldasýningu á gamlárskvöld en skotið verður upp frá Hólmavíkurhöfn kl. 18.00 (athugið breytta tímasetningu og staðsetningu).

„Við hvetjum íbúa til að fara varlega og gæta smitvarna og njóta samvista með sínu fólki eins og kostur er og innan gildandi takmarkana.  Við hvetjum alla til að styrkja okkar frábæru björgunarsveit með kaupum á flugeldum, rótarskotum eða með innleggi á bankareikning 1161-26-290 550382-0249.“ stendur í tilkynningunni.

Hægt er að kaupa flugelda hjá Dagrenningu í Björgunarsveitarhúsinu á Hólmavík á eftirfarandi tímum:
30. desember: kl. 15-22
31. desember: kl. 10-15
6. janúar: kl. 15-18

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Mest lesið í vikunni

Nýjustu fréttir og greinar

Boðið verður upp á bólusetningar með Pfizer bóluefni gegn Covid-19 fyrir börn 5-11 ára á heilsugæslunni á Hólmavík föstudaginn 21. janúar nk.
Um áramótin urðu kaflaskil á Hólmavík þegar Café Riis fékk nýjan eiganda. Arkitektinn Guðrún Ásla Atladóttir hefur tekið við lyklunum.
Óskar Hafsteinn, kokkur, deilir með okkur uppskrift að spari eftirrétt, sítrónu tart, sem hann gerði m.a. í sveinsprófinu sínu.
Skíðafélag Strandamanna tók þátt í bikarmóti á Akureyri um helgina. Fjölmennasti ungmennahópur félagsins 13-16 ára á bikarmóti til þessa.

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Aðrar fréttir

Boðið verður upp á bólusetningar með Pfizer bóluefni gegn Covid-19 fyrir börn 5-11 ára á heilsugæslunni á Hólmavík föstudaginn 21. janúar nk.
Skíðafélag Strandamanna tók þátt í bikarmóti á Akureyri um helgina. Fjölmennasti ungmennahópur félagsins 13-16 ára á bikarmóti til þessa.
Auglýst er eftir tilnefningum um íþróttamanneskju ársins 2021 í Strandabyggð. Öll sem vilja geta sent inn tilnefningu.