Bókavík hafin: Smekkfull dagskrá af skemmtilegum viðburðum

Skrifað af:

Ritstjórn

Mynd: Tom Hermans

Bókavík er bókmennta-og ljóðavika á Hólmavík og er framtakið hugmynd sem nokkrir unglingar í Strandabyggð fengu árið 2014 og var hún fyrst haldin þá með glæsilegum árangri. Bókavík leit aftur dagsins ljós í fyrra og er nú haldin í þriðja sinn. Leiða má líkur að því að hátíðin sé komin til að vera.

Fagna ljóðum og bókmenntum

Tilgangur Bókavíkur er að fagna ljóðum og bókmenntum og dagskráin í ár gefur hinum lítið undan og er nóg um að vera alla dagana. Sökum COVID-19 er hátíðin í ár að miklu leyti á netinu eins og í fyrra. Hægt verður m.a. að hlíða á bókaupplestra, bókakynningar, taka þátt í jólasögusamkeppni og hlusta á hljóðbók í heita pottinum.

Hátíðin hefst í dag, mánudag, og stendur fram til 28. nóvember.

Fylgist með á Facebook-síðu Bókavíkur.

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Mest lesið í vikunni

Nýjustu fréttir og greinar

Jólamarkaður verður í Hveravík í dag, laugardaginn 4. des. Markaðurinn stendur frá 13-17 og þar verður ýmislegt fallegt og girnilegt til sölu.
Viðtal við Sólrúnu Öldu Waldorff sem brenndist alvarlega í eldsvoða árið 2019. Hún deilir reynslu sinni til að efla umræðuna á sviði forvarna.
Matkrókurinn kynnir matgæðinga á Ströndum sem deila uppáhalds uppskriftunum sínum. Helga Gunnarsdóttir deilir jarðarberja- og Baileys tertu.
Eiríkur Valdimarsson er ekki veðurfræðingur en hann hefur lengi velt fyrir sér alþýðlegum veðurspám. Kristín okkar ræddi við Eirík um veðrið.
Barnakór Strandabyggðar gefur út nýtt jólalag eftir kórstjórnandann Braga Þór Valsson. Þetta er í þriðja sinn sem kórinn gefur út jólalag.

Aðrar fréttir

Jólamarkaður verður í Hveravík í dag, laugardaginn 4. des. Markaðurinn stendur frá 13-17 og þar verður ýmislegt fallegt og girnilegt til sölu.
Viðtal við Sólrúnu Öldu Waldorff sem brenndist alvarlega í eldsvoða árið 2019. Hún deilir reynslu sinni til að efla umræðuna á sviði forvarna.
Barnakór Strandabyggðar gefur út nýtt jólalag eftir kórstjórnandann Braga Þór Valsson. Þetta er í þriðja sinn sem kórinn gefur út jólalag.
Einvalalið vestfirsks tónlistarfólks hefur tekið höndum saman og mun bjóða upp á jólatónleika á Hólmavík, Tálknafirði og Ísafirði í desember.