Bókavík hafin: Smekkfull dagskrá af skemmtilegum viðburðum

Skrifað af:

Ritstjórn

Mynd: Tom Hermans

Bókavík er bókmennta-og ljóðavika á Hólmavík og er framtakið hugmynd sem nokkrir unglingar í Strandabyggð fengu árið 2014 og var hún fyrst haldin þá með glæsilegum árangri. Bókavík leit aftur dagsins ljós í fyrra og er nú haldin í þriðja sinn. Leiða má líkur að því að hátíðin sé komin til að vera.

Fagna ljóðum og bókmenntum

Tilgangur Bókavíkur er að fagna ljóðum og bókmenntum og dagskráin í ár gefur hinum lítið undan og er nóg um að vera alla dagana. Sökum COVID-19 er hátíðin í ár að miklu leyti á netinu eins og í fyrra. Hægt verður m.a. að hlíða á bókaupplestra, bókakynningar, taka þátt í jólasögusamkeppni og hlusta á hljóðbók í heita pottinum.

Hátíðin hefst í dag, mánudag, og stendur fram til 28. nóvember.

Fylgist með á Facebook-síðu Bókavíkur.

Nýjustu fréttir og greinar

Sveitasíminn er nýtt hlaðvarp á Ströndum sem Sauðfjársetrið heldur úti í tilefni 20 ára afmælis safnsins um þessar mundir.
„Flokkur fólksins hefur barist með kjafti og klóm fyrir strandveiðum fyrir sjávarbyggðirnar. Fyrsta skrefið er að tryggja 48 veiðidaga á ári.“
Trékyllisheiðarhlaupið verður haldið öðru sinni nk. laugardag 13. ágúst. Skráningarfrestur rennur út á miðnætti á morgun, miðvikudagskvöld 10. ágúst.
Hópur kvenna hafa komið af stað söfnun fyrir sjúkrabörum, spelkum og sjúkrakassa til að gefa staðarhöldurum í Reykjarfirði á Hornströndum.

Mest lesið í vikunni

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Aðrar fréttir

Sveitasíminn er nýtt hlaðvarp á Ströndum sem Sauðfjársetrið heldur úti í tilefni 20 ára afmælis safnsins um þessar mundir.
„Flokkur fólksins hefur barist með kjafti og klóm fyrir strandveiðum fyrir sjávarbyggðirnar. Fyrsta skrefið er að tryggja 48 veiðidaga á ári.“
Trékyllisheiðarhlaupið verður haldið öðru sinni nk. laugardag 13. ágúst. Skráningarfrestur rennur út á miðnætti á morgun, miðvikudagskvöld 10. ágúst.
Hópur kvenna hafa komið af stað söfnun fyrir sjúkrabörum, spelkum og sjúkrakassa til að gefa staðarhöldurum í Reykjarfirði á Hornströndum.