Björgum Kotbýli kuklarans

Skrifað af:

Ritstjórn

Kotbýli kuklarans
Kotbýli kuklarans í Bjarnarfirði. Mynd: Haukur Sigurðsson

Kotbýli kuklarans er sýning sem var opnuð árið 2005 en síðustu tvö ár hefur þurft að loka fyrir aðgang þar sem nauðsynlegt er að ráðast í viðgerðir á húsnæðinu. Þakið byrjaði að gefa sig fyrir nokkru og hefur því ekki verið hægt að tryggja öryggi gesta. Fengist hefur styrkur til að ráðast í framkvæmdir og kallar Galdrasýningin eftir sjálfboðaliðum til að aðstoða við viðgerðir í apríl.

Frá byggingu Kotbýlisins 2004.
Frá byggingu Kotbýlisins 2004. Mynd: aðsend

Byggt af sjálfboðaliðum

Kotbýlið er annar hluti Galdrasýningarinnar á Ströndum og er staðsett á Klúku í Bjarnarfirði. Kotbýlið er svokallað tilgátuhús þar sem hægt er að fá innsýn í aðstæður sem alþýðufólk á Ströndum bjó við á 17. öld, á tímum galdrafársins. Bærinn, sem er að mestu leyti reistur af sjálfboðaliðum á Ströndum, er byggður eftir byggingaraðferðum 17. aldar.

Það eru einnig sjálfboðaliðar sem hafa séð um viðhald kotbýlisins undir leiðsögn sérfræðinga í byggingarhefðum horfinna tíma.

Kuklið hluti af lífsbaráttunni

Kotbýli kuklarans samanstendur af þremur sambyggðum húsum. Fyrst er gengið í gegnum íveruhús heimilisfólksins, þar eftir gripahúsið og að lokum er seinni viðbót þar sem hægt er að lesa fróðleiksmola um Bjarnfirðinga fortíðarinnar. Ætlunin með sýningunni er m.a. að sýna þann fátæklega aðbúnað sem almúginn bjó við á þessum tímum sem mögulega mætti nota til að skýra og skilja betur viljann til að prófa eða nýta kukl ef einhver möguleiki var að það gæti orðið að gagni við lífsstritið. Á vefsíðu sýningarinnar stendur t.a.m. „Það er kannski ekki svo undarlegt að fólk hafi gripið til ólöglegra aðferða í striti daglegs lífs svo lengi sem það trúði á mátt orða og galdrastafa. Sláttur var auðveldari ef ljárinn beit vel og þá ekki úr vegi að nota stafi og ákall ef grasið féll betur fyrir egg sem djöfullinn leit velþóknunaraugum.“

Óskað eftir sjálfboðaliðum

Sýningin hefur nú verið lokuð í 2 ár þar sem nauðsynlegt er að ráðast í framkvæmdir sem fyrst, þá einna helst á þakinu sem er byrjað að gefa sig. Því hefur ekki þótt öruggt að hleypa gestum inn á sýninguna. Nú hefur fengist styrkur úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til þess að lagfæra skemmdirnar og bjarga Kotbýlinu.

„Við hefjum viðgerðir af fullum krafti með vinnuhelgi í Kotbýlinu helgina 21-23. maí þar sem moka þarf torfi ofan af þakinu svo hægt sé að gera við timburverk hússins. Þetta verk er allt unnið í höndum og því óskum við eftir sjálfboðaliðum sem langar að taka þátt í uppbyggingu og framþróun Galdrasýningarinnar.“ segir Anna Björg Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri sýningarinnar.

Margar hendur vinna létt verk er gott og gilt orðatiltæki sem á vel við hér. Öll þau sem hafa áhuga á að hjálpa til við framkvæmdirnar geta haft samband á netfangið galdrasyning@holmavik.is eða hringt í Önnu Björgu í síma 860-1390.

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Mest lesið

Nýjast

Strandir.is opnaði í dag nýja vefverslun, Kvaka. Kvaka selur hönnun og handverk, þar sem ýmist hönnuðirnir og/eða hráefnið er af Ströndum.
17. júní á Ströndum verður líklega frekar svalur en það mun ekki aftra fóllki frá að skreppa af bæ. Hér er dagskrá þjóðhátíðardagsins.
Listi Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs í Norðvesturkjördæmi var samþykktur í gær. Í 9. sæti listans er öflug Strandakona.
Auglýst er eftir umsóknum í Lóuna, menningarverðlaun Strandabyggðar. Frestur til tilnefninga hefur verið framlengdur til hádegis 14. júní.
Norðanátt í maí og þurrkar en blóm að blómstra og vorverkin að hefjast. Heygarðshornið fjallar um málefni líðandi stundar í bændasamfélaginu.
Tvö ný bistro opnuðu sama dag á Hólmavík. Bistro 510 sem er staðsett í söluvagni við tjaldsvæðið og Bistro Gistihúss Hólmavíkur.

Aðrar fréttir

Strandir.is er fyrst og fremst vefur alls Strandafólks en einnig fyrir ferðafólk og aðra velunnara sem upplýsinga- og fréttamiðill.
Jón Geir Ásgeirsson, skipstjóri Strandferða segir að sumarið líti vel út og að nú þegar sé talsvert búið að bóka ferðir hjá þeim.
Kyrrðarkraftur er nýtt endurhleðslusetur á Hólmavík fyrir fólk sem vill byggja sig upp og temja sér jákvætt hegðunarmunstur.
Nú um páskana hefjast framkvæmdir að nýju við Krossneslaug í Árneshreppi en verið er að stórbæta aðstöðu við laugina.
Scroll Up