Auknar aflaheimildir tryggja kvóta út tímabilið

Skrifað af:

Guðbjörg Guðmundsdóttir

Finnur Ólafsson, fiskmarkaðsstjóri á höfninni í Norðurfirði. Mynd: Guðbjörg Guðmundsdóttir

Við hittum Finn Ólafsson, fiskmarkaðsstjóra, á höfninni í Norðurfirði og spurðum hann út í gengið í sumar en strandveiðitímabilið er frá 1. maí og út ágúst.

Í gær, þriðjudag, voru veittar auknar strandveiðiheimildir sem að sögn Finns þýðir að tímabilið er í raun tryggt, að kvótinn klárist ekki á strandveiðitímabilinu. Á Ströndum er gert út á strandveiðar frá Norðurfirði, Drangsnesi og Hólmavík.

„Sumarið hefur verið ótíðasamt. Það hafa verið fáir dagar þar sem strandveiðisjómenn hafa getað nýtt alla daga vikunnar sem þeir hafa, mánudaga til fimmtudaga. Þeir hafa ekki náð að fara alla fjóra.“

Veðrið er því mun meira ráðandi þáttur í ár en sjálf veiðin að sögn Finns. Finnur segir batnandi veður því miður ekki vera í kortunum hjá veðurfræðingum enda sé hæð yfir Bretlandi sem dæli þessum áttum yfir landið.

Til dagsins í dag, miðvikudaginn 21. júlí hefur verið landað eftirfarandi sem farið hefur á markað:

  • 383 tonnum í Norðurfirði
  • 166 tonnum á Drangsnesi
  • 74 tonnum á Hólmavík

Svipað aflaverðmæti

„Maí gekk mjög vel, veðrið var gott. En við sjáum að það munar meira en 30 tonnum á júní í ár og í fyrra. Í fyrra var búið að landa 179 tonnum í Norðurfirði á þessum tíma en í ár eru þau 142. Ljósi punkturinn er að aflaverðmætið hefur hækkað frá fyrra ári þannig að verðmætið er svipað.“

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Mest lesið

Nýjast

Útsýnið frá Malarhorni er einstakt: þar sést perla fjarðarins, Grímsey. Þaðan er hægt að fara í eyjuna, skoða lunda og fara á sjóstöng.
Nábrókin er smáhátíð sem haldin er um verslunarmannahelgina í Trékyllisvík í Árneshreppi. Mýrarbolti og fjárhústónleikar.
Kaldalónstónleikar og útgáfuhóf bókarinnar Minningarrit um Jón Hallfreð Ingvarsson verður í Dalbæ á Snæfjallaströnd um verslunarmannahelgina.
Starfsfólk Strandabyggðar er nú margt komið í sumarfrí eins og margur landinn. Hér er hægt að sjá sumarlokanir stofnana sveitarfélagsins.
Í gær voru veittar auknar strandveiðiheimildir sem þýðir að tryggt er að kvótinn klárist ekki á tímabilinu en sumarið hefur verið ótíðasamt.
Sögurölt safnanna í Dölum og á Ströndum halda áfram. Á fimmtudag kl. 20, verður rölt um Tungugröf á Ströndum. Öll eru hjartanlega velkomin.

Aðrar fréttir

Strandir.is er fyrst og fremst vefur alls Strandafólks en einnig fyrir ferðafólk og aðra velunnara sem upplýsinga- og fréttamiðill.
Jón Geir Ásgeirsson, skipstjóri Strandferða segir að sumarið líti vel út og að nú þegar sé talsvert búið að bóka ferðir hjá þeim.
Kyrrðarkraftur er nýtt endurhleðslusetur á Hólmavík fyrir fólk sem vill byggja sig upp og temja sér jákvætt hegðunarmunstur.
Nú um páskana hefjast framkvæmdir að nýju við Krossneslaug í Árneshreppi en verið er að stórbæta aðstöðu við laugina.
Scroll Up