Auknar aflaheimildir tryggja kvóta út tímabilið

Skrifað af:

Guðbjörg Guðmundsdóttir

Finnur Ólafsson, fiskmarkaðsstjóri á höfninni í Norðurfirði. Mynd: Guðbjörg Guðmundsdóttir

Við hittum Finn Ólafsson, fiskmarkaðsstjóra, á höfninni í Norðurfirði og spurðum hann út í gengið í sumar en strandveiðitímabilið er frá 1. maí og út ágúst.

Í gær, þriðjudag, voru veittar auknar strandveiðiheimildir sem að sögn Finns þýðir að tímabilið er í raun tryggt, að kvótinn klárist ekki á strandveiðitímabilinu. Á Ströndum er gert út á strandveiðar frá Norðurfirði, Drangsnesi og Hólmavík.

„Sumarið hefur verið ótíðasamt. Það hafa verið fáir dagar þar sem strandveiðisjómenn hafa getað nýtt alla daga vikunnar sem þeir hafa, mánudaga til fimmtudaga. Þeir hafa ekki náð að fara alla fjóra.“

Veðrið er því mun meira ráðandi þáttur í ár en sjálf veiðin að sögn Finns. Finnur segir batnandi veður því miður ekki vera í kortunum hjá veðurfræðingum enda sé hæð yfir Bretlandi sem dæli þessum áttum yfir landið.

Til dagsins í dag, miðvikudaginn 21. júlí hefur verið landað eftirfarandi sem farið hefur á markað:

  • 383 tonnum í Norðurfirði
  • 166 tonnum á Drangsnesi
  • 74 tonnum á Hólmavík

Svipað aflaverðmæti

„Maí gekk mjög vel, veðrið var gott. En við sjáum að það munar meira en 30 tonnum á júní í ár og í fyrra. Í fyrra var búið að landa 179 tonnum í Norðurfirði á þessum tíma en í ár eru þau 142. Ljósi punkturinn er að aflaverðmætið hefur hækkað frá fyrra ári þannig að verðmætið er svipað.“

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Mest lesið í vikunni

Nýjustu fréttir og greinar

Nemendur Grunnskólans á Drangsnesi seldu uppskeru sína úr skólagróðurhúsinu til að safna fyrir skólaferðalagi næsta vor.
Sigurlaug Gísladóttir, oddviti Frjálslynda lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Sigurð Líndal.
Guðmundur Gunnarsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Sigurð Líndal.
Hafgustur ehf, ný útgerð á Hólmavík, hlaut þriggja milljóna króna styrk úr Matvælasjóði til veiða og fullvinnslu á grjótkrabba.
Eyjólfur Ármannsson, oddviti Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Skúla Gautason.

Aðrar fréttir

Nemendur Grunnskólans á Drangsnesi seldu uppskeru sína úr skólagróðurhúsinu til að safna fyrir skólaferðalagi næsta vor.
Sigurlaug Gísladóttir, oddviti Frjálslynda lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Sigurð Líndal.
Guðmundur Gunnarsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Sigurð Líndal.
Hafgustur ehf, ný útgerð á Hólmavík, hlaut þriggja milljóna króna styrk úr Matvælasjóði til veiða og fullvinnslu á grjótkrabba.