Átta sækjast eftir fimm efstu sætum VG

Skrifað af:

Ritstjórn

Frambjóðendur VG í Norðvesturkjördæmi. Samsett mynd: VG.

Framboðsfrestur Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi er runninn út. Átta gefa kost á sér í fimm efstu sætin í kjördæminu, í rafrænu forvali sem haldið verður 23. – 25. apríl 2021. Bjarni Jónsson og Lilja Rafney Magnúsdóttir keppast um efsta sæti listans.

Frambjóðendur eru eftirfarandi:

Bjarni Jónsson, fiskifræðingur og sveitarstjórnarfulltrúi, 1. sæti

Lárus Ástmar Hannesson, grunnskólakennari og bæjarfulltrúi, 3.-5. sæti

Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþingismaður, 1. sæti

María Hildur Maack, umhverfisstjóri, 3.-5. sæti

Nanný Arna Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi, 3.-5. sæti

Sigríður Gísladóttir, dýralæknir, 2.-4. sæti

Þóra Magnea Magnúsdóttir, kennari, 2.-3. sæti

Þóra Margrét Lúthersdóttir, sauðfjár- og skógarbóndi, 2.-3. sæti

Kosning 23. apríl

Kosning hefst á miðnætti 23. apríl og stendur til kl. 17.00 þann 25. apríl. Kosið verður um fimm efstu sæti á listanum, þar af bindandi í efstu þrjú en í samræmi við forvalsreglur VG. Atkvæðisbær í forvalinu eru öll þau sem skráð eru í hreyfinguna í kjördæminu 10 dögum fyrir kjörfund.

Tveir rafrænir framboðsfundir verða haldnir og opnir öllum,
10. apríl kl. 12 og 19. apríl kl. 20.Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, stýrir fundunum. Hlekk á fundina verður hægt að nálgast á vg.is og á samfélagsmiðlum.

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Mest lesið

Nýjast

Strandir.is opnaði í dag nýja vefverslun, Kvaka. Kvaka selur hönnun og handverk, þar sem ýmist hönnuðirnir og/eða hráefnið er af Ströndum.
17. júní á Ströndum verður líklega frekar svalur en það mun ekki aftra fóllki frá að skreppa af bæ. Hér er dagskrá þjóðhátíðardagsins.
Listi Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs í Norðvesturkjördæmi var samþykktur í gær. Í 9. sæti listans er öflug Strandakona.
Auglýst er eftir umsóknum í Lóuna, menningarverðlaun Strandabyggðar. Frestur til tilnefninga hefur verið framlengdur til hádegis 14. júní.
Norðanátt í maí og þurrkar en blóm að blómstra og vorverkin að hefjast. Heygarðshornið fjallar um málefni líðandi stundar í bændasamfélaginu.
Tvö ný bistro opnuðu sama dag á Hólmavík. Bistro 510 sem er staðsett í söluvagni við tjaldsvæðið og Bistro Gistihúss Hólmavíkur.

Aðrar fréttir

Strandir.is er fyrst og fremst vefur alls Strandafólks en einnig fyrir ferðafólk og aðra velunnara sem upplýsinga- og fréttamiðill.
Jón Geir Ásgeirsson, skipstjóri Strandferða segir að sumarið líti vel út og að nú þegar sé talsvert búið að bóka ferðir hjá þeim.
Kyrrðarkraftur er nýtt endurhleðslusetur á Hólmavík fyrir fólk sem vill byggja sig upp og temja sér jákvætt hegðunarmunstur.
Nú um páskana hefjast framkvæmdir að nýju við Krossneslaug í Árneshreppi en verið er að stórbæta aðstöðu við laugina.
Scroll Up