Ánægja með strandveiðitímabilið í ár

Skrifað af:

Guðbjörg Guðmundsdóttir

Finnur Ólafsson Drangsnesi
Finnur Ólafsson, fiskmarkaðsstjóri. Mynd aðsend

Strandveiðitímabilinu lauk sl. miðvikudag, 18. ágúst. Það er því vel við hæfi að gera upp tímabilið í heild sinni með aðstoð Finns Ólafssonar, fiskmarkaðsstjóra.

Afla sem landað var og fór á markað:  

  • 612 tonn í Norðurfirði.

Í fyrra var 598 tonnum landað. Aflaverðmætið var meira í ár og heildarverðmæti tímabilsins jókst um 20%. Meðalverð aflans var 311 kr.

  • 335 tonn á Drangsnesi.

Í fyrra var landað 491. Meðalverð aflans var 317 kr. á þessu tímabili.

  • 177 tonnum á Hólmavík.

Í fyrra var landað 257 tonnum. Meðalverðið aflans var 270 kr.

Finnur segir skýringar á minni afla á Hólmavík sennilega vera sumarfrí og færsla innan svæðis. „Bátarnir hafa sennilega fært sig snemma sumars innan svæðis og farið fyrr í Norðurfjörð en í fyrra. Kvótabátarnir voru einnig mikið í sumarfríi og svo hefur bátum vissulega fækkað á Hólmavík.“

Finnur segir almenna ánægju vera meðal sjómanna með strandveiðitímabilið. „Það er búin að vera mikil stemning meðal sjómanna í verbúðarlífinu í Norðurfirði og við höfum átt ófáar samverustundirnar saman á kaffihúsinu.“

Spennandi nýjung

Finnur er ánægður með þetta strandveiðitímabil og segir sjómenn núna bíða eftir nýju kvótaári sem hefst 1. september. Þá verður gert út á krabbaveiðar í fyrsta sinn á þessu svæði. Slíkar veiðar eru stundaðar víða um land en hafa ekki verið stundaðar áður á Ströndum. Það eru þeir Hafþór Torfason frá Drangsnesi og Ágúst Vilhjálmsson frá Hólmavík sem hafa stofnað nýju útgerðina.

„Þeir hafa fjárfest í nýjum bát og eru á fullu að undirbúa veiðarnar sem hefjast á nýju kvótaári,“ segir Finnur. Hann segir þetta mjög spennandi framtak og að vísbendingar séu um að svæðið gefist vel til slíkra veiða. „Það verður mjög gaman að fylgjast með,“ segir hann að lokum. Við hjá strandir.is tökum undir það og munum fylgjast með nýju útgerðinni þegar hún hefur störf.

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Mest lesið í vikunni

Nýjustu fréttir og greinar

Nemendur Grunnskólans á Drangsnesi seldu uppskeru sína úr skólagróðurhúsinu til að safna fyrir skólaferðalagi næsta vor.
Sigurlaug Gísladóttir, oddviti Frjálslynda lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Sigurð Líndal.
Guðmundur Gunnarsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Sigurð Líndal.
Hafgustur ehf, ný útgerð á Hólmavík, hlaut þriggja milljóna króna styrk úr Matvælasjóði til veiða og fullvinnslu á grjótkrabba.
Eyjólfur Ármannsson, oddviti Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Skúla Gautason.

Aðrar fréttir

Nemendur Grunnskólans á Drangsnesi seldu uppskeru sína úr skólagróðurhúsinu til að safna fyrir skólaferðalagi næsta vor.
Sigurlaug Gísladóttir, oddviti Frjálslynda lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Sigurð Líndal.
Guðmundur Gunnarsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Sigurð Líndal.
Hafgustur ehf, ný útgerð á Hólmavík, hlaut þriggja milljóna króna styrk úr Matvælasjóði til veiða og fullvinnslu á grjótkrabba.