Alþýðulegar veðurspár á Facebook

Skrifað af:

Eiríkur Valdimarsson

ský
Lesið í skýin. Mynd: Ásta Þórisdóttir.

Þjóðfræðingurinn Eiríkur Valdimarsson heldur úti nýrri Facebook síðu og hópi um veður og veðurspár. Eiríkur starfar hjá Rannsóknarsetri HÍ í þjóðfræðum á Hólmavík og tekur veðrið hvenær sem færi gefst.

Hvað er mikilvægara en veðrið? Jú, sennilega er ótalmargt annað sem kemur upp í hugann hjá okkur flestum áður en veðrið ber á góma – kannski sem betur fer. Við sem þetta lesum erum ekki eins háð duttlungum tíðarfarsins eins og íbúar þessa lands fyrir nokkrum áratugum síðan. Við búum við ýmiskonar lúxus á borð við bifreiðar, vel einangruð hús, stígvél og veðurspár og viðvaranir ef óveður er í vændum. Já og sumir pakka bara ofan í tösku og fljúga eins og farfuglarnir til suðrænna stranda þegar harðnar á dalnum hér á Fróni. Við búum í þessháttar samfélagi að allt er gert til að láta áhrif veðursins hafa sem minnst áhrif á okkar líf, hvort sem við erum innan- eða utandyra, til sjós og lands.

En þannig hefur það ekki alltaf verið. Í eina tíð var fólk algerlega berskjaldað gagnvart veðrabreytingum og hafði ekkert annað er sitt eigið hyggjuvit, þekkingu sem það hafði lært af sér eldra fólki og þjóðtrú. Margt af þessu þykir nú ekki mikil „vísindi“ í dag og ekki mark á talandi í samhengi við veðurvísindi samtímans. En það breytir því ekki að gömul þekking við að gá til veðurs og skilja framvindu tíðarfarsins er mikilvæg vitneskja um viðleitni fólks í fyrri tíð til að lifa af í þessu oft á tíðum harðbýla landi.

glitský
Glitský á Hólmavík. Mynd: Eiríkur Valdimasson.

Tvær nýjar veðursíður á Facebook

Nýlega spruttu upp tvær síður á Facebook þar sem þessháttar þekking er skoðuð sérstaklega. Um er að ræða hóp sem heitir einfaldlega Alþýðulegar veðurspár. Þangað eru öll velkomin og hægt að spjalla um sitthvað sem fólk rekst á í sínu nærumhverfi og tengist veðri og veðurfar með einhverjum hætti, setja inn myndir eða bara fræðast og fræða aðra. Auk þess er til sérstök síða sem sömuleiðis ber heitið Alþýðulegar veðurspár, en þar er ætlunin að setja reglulega inn greinar og fréttir sem tengjast efninu og ólíkum hliðum þess í fyllingu tímans.

Lesendur eru hvattir til að heimsækja þessar síður og fylgja þeim og taka þátt í umræðum. Þarna sameinast nefnilega tvennt sem í dag þykir alveg svakalega íslenskt: annarsvegar að tala um veðrið og tíðarfarið, og hins vegar að vera á Facebook þar sem meira en 93% þjóðarinnar er virkt!

loftvog
Loftvogin hans Eiríks. Mynd: Eiríkur Valdimarsson.
Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Mest lesið í vikunni

Nýjustu fréttir og greinar

Þorgeir Pálsson ritari í stjórn Ferðamálasamtaka Vestfjarða fer yfir stöðuna hvernig ferðasumarið 2021 var á Ströndum.
Daníel Haraldsson er nýr dýralæknir sem sinnir dýralæknaþjónustu á Ströndum, Reykhólum og í Dalabyggð. Daníel tók við 1. október síðastliðinn.
Kristín Einarsdóttir þjóðfræðingur flutti á Strandir frá Reykjavík og hefur fundið flestum áhugamálum sínum farveg í Hveravík þar sem hún býr.
Nemendur í hagnýtri þjóðfræði halda málþing á Hólmavík um allskonar dýr og skepnur frá þjóðfræðilegu sjónarhorni
Samtökin '78 verða með umfangsmikla hinsegin fræðslu í grunn- og leikskólanum á Hólmavík 18.-19. október og félagsheimilinu fyrir alla íbúa.

Aðrar fréttir

Daníel Haraldsson er nýr dýralæknir sem sinnir dýralæknaþjónustu á Ströndum, Reykhólum og í Dalabyggð. Daníel tók við 1. október síðastliðinn.
Nemendur í hagnýtri þjóðfræði halda málþing á Hólmavík um allskonar dýr og skepnur frá þjóðfræðilegu sjónarhorni
Samtökin '78 verða með umfangsmikla hinsegin fræðslu í grunn- og leikskólanum á Hólmavík 18.-19. október og félagsheimilinu fyrir alla íbúa.
Ekki var hægt að halda aðalfund í Leikfélagi Hólmavíkur vegna manneklu. Stjórnin biðlar til íbúa að taka höndum saman og mæta á aðalfund eftir viku.