Af veðri, fólki og fénaði

Skrifað af:

Hafdís Sturlaugsdóttir

óveður
Vonskuveður á Ströndum. Mynd: Ásta Þórisdóttir.

Vonskuveður gekk yfir landið á þriðjudaginn. Það skall á NV hvassviðri og síðar rok. Mikil úrkoma fylgdi þessu veðri í formi rigningar, slyddu og snjókomu. Það er mjög staðbundið hvernig vindur nær sér niður og hve hvasst verður. Svona hvöss NV átt er ekki mjög algeng á Ströndum. Meðalvindur á veðurstöðvum á svæðinu var á bilinum 21-28 m/sek en mun hvassara í hviðum. Búið var að spá mjög vondu veðri á Vestfjörðum en það færðist svo síðar líka yfir á Strandir. Viðmælendur mínir lýstu því margir að í sínum búskap hafi þeir ekki upplifað svona slæmt veður og þá sérstaklega úr NV.

Gluggar brotnuðu og girðingar féllu

Áhrif veðursins urðu líka nokkur. Ekki hefur heyrst af miklum skemmdum á fasteignum en gluggar brotnuðu í veðurofsanum. Girðingar fóru illa t.d. í Árneshreppi. Þar hjálpaðist að ísing, krapi og vindur við að fella girðingarnar, þar sem ekki var frost í jörðu til að halda á móti. Rafmagn fór af um tíma í Árneshreppi.

Fé hraktist ofan í skurði

Bændur reyndu eftir mætti að ná fé á hús áður en veðrið skall á. En þar sem veðrið var fyrr á ferðinni en spáð hafði verið náðist það ekki á öllum bæjum. Ekki var heldur nægt húsapláss svo hægt væri að setja inn allt fé þar sem sláturtíð er ekki lokið. Fjárskaði varð á nokkuð mörgum bæjum á Ströndum frá Árneshreppi og suður í Hrútafjörð. Féð hrakti vegna veðurs niður í skurði, eða það leitaði skjóls þar. Mikið vatn var í skurðum eftir vætutíð að undanförnu og þegar við bættist snjókoma og skafrenningur þá breyttist vatnið í krapa og það verður til þess að féð kólnar mjög fljótt niður og króknar eða það drukknar.

Allt að 250 kindur fórust

Mest tjón varð hjá Drífu Hrólfsdóttur á Ytra-Ósi sem missti 31 lamb, flest lömb sem búið var að velja til ásetnings, og 28 ær, flestar ungar. Gera má ráð fyrir að á Ströndum hafi farist allt að 200 – 250 fjár. Líklegt má telja að heildartjón sé ekki enn komið í ljós en skaðinn er mikill bæði fjárhagslegur og ekki síður tilfinningalegur.

Lömb inni í húsi. Mynd: Hafdís Sturlaugsdóttir.
Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Mest lesið í vikunni

Nýjustu fréttir og greinar

Þorgeir Pálsson ritari í stjórn Ferðamálasamtaka Vestfjarða fer yfir stöðuna hvernig ferðasumarið 2021 var á Ströndum.
Daníel Haraldsson er nýr dýralæknir sem sinnir dýralæknaþjónustu á Ströndum, Reykhólum og í Dalabyggð. Daníel tók við 1. október síðastliðinn.
Kristín Einarsdóttir þjóðfræðingur flutti á Strandir frá Reykjavík og hefur fundið flestum áhugamálum sínum farveg í Hveravík þar sem hún býr.
Nemendur í hagnýtri þjóðfræði halda málþing á Hólmavík um allskonar dýr og skepnur frá þjóðfræðilegu sjónarhorni
Samtökin '78 verða með umfangsmikla hinsegin fræðslu í grunn- og leikskólanum á Hólmavík 18.-19. október og félagsheimilinu fyrir alla íbúa.

Aðrar fréttir

Daníel Haraldsson er nýr dýralæknir sem sinnir dýralæknaþjónustu á Ströndum, Reykhólum og í Dalabyggð. Daníel tók við 1. október síðastliðinn.
Nemendur í hagnýtri þjóðfræði halda málþing á Hólmavík um allskonar dýr og skepnur frá þjóðfræðilegu sjónarhorni
Samtökin '78 verða með umfangsmikla hinsegin fræðslu í grunn- og leikskólanum á Hólmavík 18.-19. október og félagsheimilinu fyrir alla íbúa.
Ekki var hægt að halda aðalfund í Leikfélagi Hólmavíkur vegna manneklu. Stjórnin biðlar til íbúa að taka höndum saman og mæta á aðalfund eftir viku.