Ævintýraheimurinn er við fætur okkar

Skrifað af:

Guðbjörg Guðmundsdóttir

„Tilgangurinn er að halda upp á náttúruna, vera úti og gera eitthvað skemmtilegt og skapandi saman sem fjölskylda,“ segir Dagrún Ósk Jónsdóttir, þjóðfræðingur og umsjónarkona Náttúrubarnahátíðar, aðspurð um tilgang hátíðarinnar. 

„Með því að þekkja náttúruna betur getum við sýnt henni meiri alúð og hugsað betur um okkar nærumhverfi. Við þurfum ekki að leita langt yfir skammt, það er ævintýraheimur við fætur okkar, hvar á landinu sem við búum.“

Dagrún Ósk Jónsdóttir, umsjónarkona Náttúrubarnahátíðarinnar. Mynd: Aðsend.

Skemmtun og fræðsla

Náttúrubarnahátíð var haldin í fimmta sinn síðastliðna helgi á Sævangi, rétt sunnan Hólmavíkur. Dagskráin innihélt leik og fræðslu fyrir náttúrubörn á öllum aldri. Að sögn Dagrúnar hefur hátíðin stækkað að umfangi með árunum og núna sóttu hana um 300 manns. Gestirnir koma úr héraðinu en einnig hvaðanæva að af landinu og gista á Hólmavík eða á gistiheimilum í nágrenninu. 

Náttúrubarnahátíð er einstök hátíð á landsvísu. „Já, það er alltaf gaman að setja saman dagskrána! Hún var einstaklega þétt og fjölbreytt í ár. Um viðburðina sér fólk sem kemur úr nágrenningu og aðkomufólk. Það er svo frábært hvað er mikið af hæfileikaríku lista- og kunnáttufólki hér í nærumhverfinu. Það gerir mér enn auðveldara fyrir að setja saman áhugaverða dagskrá.“ 

Þakklætið efst í huga

Veðrið lék við náttúrubörnin í ár, þurrt og hlýtt var alla dagana og sólin sýndi sig á sunnudeginum. Enda hafði verið framkvæmdur veðurgaldur á föstudeginum sem að sögn Dagrúnar hefur ávallt virkað, í öll fimm árin. Hátíðin verður haldin aftur að ári. „Eftir þessa annasömu og skemmtilegu helgi er mér þakklæti efst í huga, til fólksins sem vinnur að þessu með mér og allra gestanna en ég held því fram að við fáum þá langbestu! Fólk sem unir sér við að leika sér saman úti í náttúrunni, óháð aldri. Dagana sem Náttúrubarnahátiðin er haldin er gleðin ávallt allsráðandi,“ segir Dagrún að lokum.  

Benedikt búálfur. Mynd: Dagrún Ósk Jónsdóttir.
Strandahestar. Mynd: Dagrún Ósk Jónsdóttir.
Núvitundarævintýri með Kyrrðarkrafti. Mynd: Dagrún Ósk Jónsdóttir.
Eldsmiðja. Mynd: Dagrún Ósk Jónsdóttir.
Náttúrusmiðja með Arfistanum. Mynd: Dagrún Ósk Jónsdóttir.
Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Mest lesið í vikunni

Nýjustu fréttir og greinar

Nemendur Grunnskólans á Drangsnesi seldu uppskeru sína úr skólagróðurhúsinu til að safna fyrir skólaferðalagi næsta vor.
Sigurlaug Gísladóttir, oddviti Frjálslynda lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Sigurð Líndal.
Guðmundur Gunnarsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Sigurð Líndal.
Hafgustur ehf, ný útgerð á Hólmavík, hlaut þriggja milljóna króna styrk úr Matvælasjóði til veiða og fullvinnslu á grjótkrabba.
Eyjólfur Ármannsson, oddviti Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Skúla Gautason.

Aðrar fréttir

Nemendur Grunnskólans á Drangsnesi seldu uppskeru sína úr skólagróðurhúsinu til að safna fyrir skólaferðalagi næsta vor.
Sigurlaug Gísladóttir, oddviti Frjálslynda lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Sigurð Líndal.
Guðmundur Gunnarsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Sigurð Líndal.
Hafgustur ehf, ný útgerð á Hólmavík, hlaut þriggja milljóna króna styrk úr Matvælasjóði til veiða og fullvinnslu á grjótkrabba.