Ætlar að höfða mál gegn Strandabyggð

Skrifað af:

Guðbjörg Guðmundsdóttir

Þorgeir Pálsson. Mynd: Jón Jónsson, Hólmavík: HaukurSig

Fyrrum sveitarstjóri Strandabyggðar, Þorgeir Pálsson, hefur sent sveitarstjórn bréf þar sem henni er tilkynnt að hann muni höfða mál á hendur sveitarfélaginu Strandabyggð. Ástæða málsóknarinnar er brottrekstur hans úr starfi sveitarstjóra. Tilkynningu um málsóknina setti Þorgeir á Facebook síðu sína í dag, 3. júní.

Þorgeir var ráðinn í starf sveitarstjóra Strandabyggðar af sveitarstjórn árið 2018. Sveitarstjórn sagði honum upp störfum í apríl síðastliðnum. Í tilkynningu sem Þorgeir sendi frá sér daginn eftir uppsögnina segir hann hana hafa komið sér í opna skjöldu og að hann myndi íhuga réttarstöðu sína í framhaldinu.

Í fréttatilkynningu sem upprunalega var birt á vef Strandabyggðar en síðar fjarlægð, vegna brottrekstrar sveitarstjóra stóð að samstaða væri um ákvörðunina í sveitarstjórn. Þorgeir telur málsókn óhjákvæmilega þar sem sveitarstjórnin hafi hafnað öllum óskum og sáttatillögu.

Þorgeir hefur haldið því fram að störf stjórnarinnar samræmist ekki siðareglum sveitarfélagsins. Í yfirlýsingu sem birt var á vef Strandabyggðar 30. apríl hafnar sveitarstjórn því að hafa brotið sveitarstjórnarlög, samþykktir og siðareglur Strandabyggðar.

Jón Gísli Jónsson, oddviti sveitarstjórnar Strandabyggðar vildi ekki tjá sig um fyrirhugaða málssókn á þessu stigi og ekki á opinberum vettvangi.

Bréf Þorgeirs til sveitarstjórnar, sem birt er í dag á opinni síðu hans má lesa hér:

„Sæl öll,

Nú er ljóst að ég þarf að höfða mál gegn Strandabyggð, til að ná fram rétti mínum og þeim kjörum sem við sömdum um þegar ég var ráðinn. Það er óskemmtilegt en óhjákvæmilegt og aldrei hélt ég að sú staða kæmi upp. En, þar sem sveitarstjórn Strandabyggðar hefur alfarið hafnað mínum óskum og nú síðast minni sáttatillögu, sé ég mig knúinn til að fara þessa leið.
Í því ferli sem framundan er, munu ýmis mál óhjákvæmilega koma upp, sem þó eru til þess fallin að skýra ágreining okkar sem virðist vera ástæða brottrekstursins. Sú umræða mun undirstrika þá skoðun mína að margar ákvarðanir sveitarstjórnar eru á skjön við siðareglur og samþykktir sveitarfélagsins sem og sveitarstjórnarlög. Á þetta benti ég, enda mín skylda. Þið hafið alfarið hafnað þessu, en staðreyndirnar tala sínu máli.
Framundan er umræða um óeðlileg hagmunatengsl, styrkveitingar til kjörinna fulltrúa og eða aðila þeim tengdum, sem og fyrirtækja og stofnanna í umsjón sveitarstjórnarfulltrúa, verkefni til fyrirtækja í eigu og umsjón sveitarstjórnarfulltrúa, bein afskipti sveitarstjórnarmanna af mannaráðningum, bein íhlutun sveitarstjórnarmanna í daglega starfsemi sveitarfélagisins ofl.
Ég vísa ábyrgð á því sem framundan er, alfarið á hendur sveitarstjórn Strandabyggðar.“

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Mest lesið

Nýjast

Útsýnið frá Malarhorni er einstakt: þar sést perla fjarðarins, Grímsey. Þaðan er hægt að fara í eyjuna, skoða lunda og fara á sjóstöng.
Nábrókin er smáhátíð sem haldin er um verslunarmannahelgina í Trékyllisvík í Árneshreppi. Mýrarbolti og fjárhústónleikar.
Kaldalónstónleikar og útgáfuhóf bókarinnar Minningarrit um Jón Hallfreð Ingvarsson verður í Dalbæ á Snæfjallaströnd um verslunarmannahelgina.
Starfsfólk Strandabyggðar er nú margt komið í sumarfrí eins og margur landinn. Hér er hægt að sjá sumarlokanir stofnana sveitarfélagsins.
Í gær voru veittar auknar strandveiðiheimildir sem þýðir að tryggt er að kvótinn klárist ekki á tímabilinu en sumarið hefur verið ótíðasamt.
Sögurölt safnanna í Dölum og á Ströndum halda áfram. Á fimmtudag kl. 20, verður rölt um Tungugröf á Ströndum. Öll eru hjartanlega velkomin.

Aðrar fréttir

Strandir.is er fyrst og fremst vefur alls Strandafólks en einnig fyrir ferðafólk og aðra velunnara sem upplýsinga- og fréttamiðill.
Jón Geir Ásgeirsson, skipstjóri Strandferða segir að sumarið líti vel út og að nú þegar sé talsvert búið að bóka ferðir hjá þeim.
Kyrrðarkraftur er nýtt endurhleðslusetur á Hólmavík fyrir fólk sem vill byggja sig upp og temja sér jákvætt hegðunarmunstur.
Nú um páskana hefjast framkvæmdir að nýju við Krossneslaug í Árneshreppi en verið er að stórbæta aðstöðu við laugina.
Scroll Up