17. júní dagskrá

Skrifað af:

Ritstjórn

Frá þjóðhátíðardegi á Hólmavík. Mynd: Jón Jónsson

Þjóðhátíðardagurinn á Ströndum verður líklega frekar svalur en veðurstofan spáir norðaustan 3 – 8 metrum á sekúndu, skýjuðu veðri og stöku skúrum eða slydduéljum og hita frá 2-8 stigum. Það mun að öllum líkindum ekki aftra fóllki frá að skreppa af bæ og hitta fólk eða fá sér kaffi og köku á næsta kaffihúsi. 

Skrúðganga og pannaleikur á Hólmavík

Á Hólmavík verður haldið upp á þjóðhátíðardaginn með andlitsmálun, skrúðgöngu og pannaleik á Galdratúninu. 

Það er Ungmennafélagið Geislinn sem stendur fyrir dagskránni sem hefst kl. 12 á hádegi við Félagsheimilið. Þar verður hægt að fá andlitsmálun áður en lagt er í skrúðgönguna sem leggur af stað kl.12:30 og gengur niður að Galdrasafni. Á Galdratúninu er búið að setja upp svokallaðan pannavöll og verður þar haldin keppni í leiknum. Áhugasamir geta hvort tveggja skráð sig til þátttöku hér eða á staðnum.

Sambærilegir pannavellir hafa verið settir upp víða á landinu undanfarin ár en á þeim er spilaður tveggja manna fótbolti eftir ákveðnum reglum og hentar leikurinn fyrir allan aldur.

Geislinn fjárfesti í vellinum fyrir nokkru en hefur ekki sett hann upp áður og ekki er búið að ákveða hvar staðsetning hans verður til framtíðar. 

Þjóðhátíðarhlaðborð á Sauðfjársetri

Sauðfjársetur á Ströndum býður upp á sitt árlega kökuhlaðborð á Sævangi frá kl. 13 – 18. Sauðfjársetur er löngu orðið þekkt fyrir sín veglegu hlaðborð sem samanstanda af hefðbundnum kökum, brauðtertum, heitum réttum og ýmiskonar tertum. Hér má sjá nánari upplýsingar í viðburði Sauðfjársetursins.

Steinshús búið að opna

Þá opnaði ferðaþjónustan í Steinshúsi við Nauteyri sl. mánudag. Steinshús er safn, fræðamannasetur og kaffihús og er með opið alla daga frá kl. 10 – 20 í sumar. Þar er hægt að kaupa sér súpu og heimabakað brauð í hádeginu og kaffi og bakkelsi allan daginn. Hægt er að skoða Facebooksíðu Steinshúss hér.

Á Hólmavík eru eftirfarandi veitingastaðir opnir á morgun:

Café Riis með hefðbundna opnun frá kl. 12 – 21

Restaurant Galdur er með hefðbundna opnun frá kl. 12 – 18

Gistihús Hólmavíkur er með opið Bistró frá kl. 14 – 18

Bistro 510 á á Hólmavík frá kl. 11 – 22

Krambúðin – grill er opið frá kl. 12 – 20

Víðavangshlaup í Trékyllisvík

Í Árneshreppi er áratugahefð fyrir víðavangshlaupi Ungmennafélagsins Leifs heppna á 17. júní. Það er á sínum stað í ár sem fyrr og hefst hlaupið við Samkomuhúsið í Trékyllisvík kl. 14. Hlaupið er frá Holtunum og heim á íþróttavöllinn. Allir þátttakendur fá viðurkenningu og boðið er upp á kaffi og kleinur á eftir í samkomuhúsinu en þar verður líka opin sjoppa. 

Hótel Djúpavík er opið má nánar skoða hér.

Kaffi Norðurfjörður er einnig opið frá kl. 12 – 21 og má sjá nánar hér.

Sundlaugin í Krossnesi er enn lokuð vegna framkvæmda en opið er í Gvendarlaug við Hótel Laugarhól í Bjarnarfirði. Einnig eru opnar sundlaugarnar á Drangsnesi og á Hólmavík. 

Malarkaffi veitingahús á Drangsnesi er með hefðbundna opnun frá kl. 8 – 22 alla daga, sjá hér.

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Mest lesið

Nýjast

Útsýnið frá Malarhorni er einstakt: þar sést perla fjarðarins, Grímsey. Þaðan er hægt að fara í eyjuna, skoða lunda og fara á sjóstöng.
Nábrókin er smáhátíð sem haldin er um verslunarmannahelgina í Trékyllisvík í Árneshreppi. Mýrarbolti og fjárhústónleikar.
Kaldalónstónleikar og útgáfuhóf bókarinnar Minningarrit um Jón Hallfreð Ingvarsson verður í Dalbæ á Snæfjallaströnd um verslunarmannahelgina.
Starfsfólk Strandabyggðar er nú margt komið í sumarfrí eins og margur landinn. Hér er hægt að sjá sumarlokanir stofnana sveitarfélagsins.
Í gær voru veittar auknar strandveiðiheimildir sem þýðir að tryggt er að kvótinn klárist ekki á tímabilinu en sumarið hefur verið ótíðasamt.
Sögurölt safnanna í Dölum og á Ströndum halda áfram. Á fimmtudag kl. 20, verður rölt um Tungugröf á Ströndum. Öll eru hjartanlega velkomin.

Aðrar fréttir

Strandir.is er fyrst og fremst vefur alls Strandafólks en einnig fyrir ferðafólk og aðra velunnara sem upplýsinga- og fréttamiðill.
Jón Geir Ásgeirsson, skipstjóri Strandferða segir að sumarið líti vel út og að nú þegar sé talsvert búið að bóka ferðir hjá þeim.
Kyrrðarkraftur er nýtt endurhleðslusetur á Hólmavík fyrir fólk sem vill byggja sig upp og temja sér jákvætt hegðunarmunstur.
Nú um páskana hefjast framkvæmdir að nýju við Krossneslaug í Árneshreppi en verið er að stórbæta aðstöðu við laugina.
Scroll Up