Þjóðhátíðardagurinn er haldinn hátíðlegur víðsvegar á Ströndum með kaffihlaðborðum, fjölskylduskemmtun og víðavangshlaupi.
Fjölskylduhátíð á Hólmavík
Á Hólmavík stendur Ungmennafélagið Geislinn fyrir fjölskylduhátíð. Boðið verður upp á tónlistaratriði, og fjallkona mun flytja ávarp. Þá verða blöðrur, fánar og fleira til sölu til fjáröflunar fyrir félagið, en bent er á að enginn posi er á staðnum.
Dagskrá Geislans:
11:30 Andlitsmálun í anddyri íþróttahúss
11:30 Sölubás Geisla við anddyri Ozon
12:10 Skrúðganga frá plani við íþróttahús
12:30 Hátíðardagskrá við félagsheimili
Kaffihlaðborð Snótar á Drangsnesi
Á Drangsnesi er boðið upp á kaffihlaðborð í samkomuhúsinu Baldri þar sem Kvenfélagið Snót býður upp á kaffimeðlæti sem engan svíkur. Hlaðborðið er kl. 15:00 – 17:00. Ágóði rennur til góðra mála í samfélaginu.

Kaffihlaðborð Sauðfjársetursins
Sauðfjársetur á Ströndum býður upp á veglegt kaffihlaðborð á Sævangi frá kl. 13:00 – 18:00.
2.500 fyrir 13 ára og eldri, 1.500 fyrir 7- 12 ára og frítt fyrir 6 ára og yngri.
Einnig er sýning Sauðfjárseturs opin frá kl. 10:00 – 18:00.
Árneshreppur færir hátíðarhöld til 18. júní
Þjóðhátíðardagurinn er haldinn hátíðlegur í Árneshreppi með árlegu víðavangshlaupi. Að þessu sinni verða hátíðarhöldin færð til laugardagsins 18. júní vegna leiðinlegrar veðurspár.
Það er Ungmennafélagið Leifur heppni sem stendur að dagskránni sem hefst kl. 16:00 við Félagsheimilið í Árnesi. Víðavangshlaupið hefur verið haldið árlega í meira en 50 ár og að þessu sinni verður hlaupið tileinkað Guðmundi M. Þorsteinssyni á Finnbogastöðum, en hann féll frá í lok síðasta árs. Guðmundur eða Mundi eins og hann var alltaf kallaður var um árabil formaður og þjálfari Ungmennafélgasins Leifs heppna og við hæfi að heiðra minningu hans við þetta tilefni. Að loknu hlaupi verður farið í leiki s.s. pokahlaup og naglaboðhlaup og endað á fótbolta.

Veitingahús á Ströndum
Opnunartími veitingastaða á Ströndum á 17. júní.
Kaffi Norðurfjörður er opið frá kl. 13:00 -21:00.
Hótel Djúpavík er opið frá kl. 8:00 – 23:00
Malarkaffi á Drangsnesi er opið frá kl. 12:00 – 20:00
Kaffi Galdur á Hólmavík er opið frá kl. 10:00 – 18:00
Café Riis á Hólmavík er opið frá kl. 12:00 – 23:00
Bistro 510 á Hólmavík er opið frá kl. 12:00 – 20:00
Gistihús Hólmavíkur er opið kl.13:00 – 19:00
Steinhús kaffihús á Hólmavík er opið kl. 14:00 – 17:00
Strandir.is óskar Strandafólki og öllum landsmönnum gleðilegrar þjóðhátíðar.