12 milljónir úr Uppbyggingarsjóði til 12 verkefna á Ströndum

Skrifað af:

Ritstjórn

Sóknaráætlun Vestfjarða

Úthlutað hefur verið úr Uppbyggingarsjóði Vestfjarða vegna verkefna sem koma til framkvæmda á árinu 2022. 

Til úthlutunar voru alls 67.100.000 kr. en af þeim hafði þegar verið ráðstafað 12.650.000 kr. til verkefna sem náðu til meira en eins árs. Til ráðstöfunar í þessari úthlutun voru því 54.450.000 kr.

Alls barst 101 umsókn og fengu 57 þeirra styrkvilyrði. Árangurshlutfall var þannig 57% sé miðað við fjölda umsókna. Heildarupphæð sem sótt var um var upp á 203.771.178 kr. og er árangurshlutfall 27% sé miðað við heildarupphæð styrkumsókna. Heildarupphæð þeirra verkefna sem hlutu styrkvilyrði var sótt um alls 136.994.110 kr. og er árangurhlutfall þeirra umsókna 40% sé miðað við krónutölu. Heildarkostnaður við þau verkefni sem hlutu styrkvilyrði er 535.276.913 kr. Þetta kemur fram á vef Vestfjarðastofu.

Niðurstöður styrkúthlutunar Uppbyggingarsjóðs Vestfjarða vegna ársins 2022 má sjá hér.

12 milljónir til Stranda

Fjölmörg verkefni á Ströndum fengu styrk, alls 12 í öllum flokkum. Mikið af verkefnum í flokknum menningarverkefni fengu vilyrði fyrir styrk en einnig spennandi nýsköpunarverkefni og styrkir til mikilvægra rótgróinna menningarstofnana. Í heildina renna rúmar 12 milljónir til verkefna beint á Ströndum og þá ótalin Vestfjarðaverkefni sem tengjast einnig á Strandir.

Stofn- og rekstrarstyrkir til Stranda:

 • Strandagaldur ses 2022-2024: 2.000.000
 • Baskavinafélagið á Íslandi / Baskasetur Íslands: 700.000

Styrkir til atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefna á Ströndum:

 • Sýslið verkstöð ehf – Fab Lab Strandir: 2.000.000
 • Hafþór Torfason – Krabbaeldi og vinnsla á Hólmavík: 2.000.000
 • Sauðfjársetur á Ströndum ses – Náttúrubarnaskóli og náttúrubarnahátíð: 1.800.000

Styrkir til menningarverkefna á Ströndum:

 • Hótel Djúpavík ehf. – The Factory – listasýning: 750.000
 • Arnkatla, lista- og menningarfélag – Vetrarhátíðir á Ströndum; Vetrarsól og Hörmungadagar: 600.000
 • Sögumiðlun ehf. – Viðburðir norðan Djúps: 500.000
 • Listfélagið Steingrímur – Ísleifur á heimaslóðum: 500.000
 • Vigdís B Esradóttir – Hin saklausa skemmtun: 450.000
 • Leikfélag Hólmavíkur – Leikrit í fullri lengd: 450.000
 • Leikfélag Hólmavíkur – Þjóðleikur á Hólmavík: 300.000

Styrkir til Reykhólahrepps:

Báta- og hlunnindasýningin á Reykhólum fékk 1 milljón kr. í rekstarstyrk og Jamie Lai Boon Lee á Reykhólum fékk tvo styrki. Annars vegar 2 milljónir fyrir nýsköpunarverkefnið Kraftur úr Hafinu: Crab & seaweed soup powder og hins vegar 750 þús kr. fyrir menningarverkefnið With Love, Iceland.

Hægt er að lesa lýsingarnar fyrir verkefnin á Ströndum hér, hægt er að ýta á myndirnar til að stækka þær.

Kynningar og tónlistaratriði í úthlutunarhófi

Á dögunum var haldið rafrænt úthlutunarhóf fyrir styrkþega þar sem tilkynnt var hverjir hlytu styrkvilyrði til verkefna ársins 2022. Nokkrir styrkþegar, gamlir og nýjir sendu inn stutt myndbönd þar sem þeir sögðu frá verkefnum sínum. Myndböndin má sjá hér að neðan.

Að lokum var tónlistaratriði, smá forsmekkur að blúshátíðinni á Patreksfirði 2022. Ríkharður Ingi Steinarsson og Anya Hrund Shaddock fluttu fyrir gesti I Can’t Remember Love úr þáttunum Queen’s Gambit, lag eftir Anna Hauss, Robert Wienröder og texti eftir William Horbert. Það myndband má sjá hér.

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Mest lesið í vikunni

Nýjustu fréttir og greinar

Boðið verður upp á bólusetningar með Pfizer bóluefni gegn Covid-19 fyrir börn 5-11 ára á heilsugæslunni á Hólmavík föstudaginn 21. janúar nk.
Um áramótin urðu kaflaskil á Hólmavík þegar Café Riis fékk nýjan eiganda. Arkitektinn Guðrún Ásla Atladóttir hefur tekið við lyklunum.
Óskar Hafsteinn, kokkur, deilir með okkur uppskrift að spari eftirrétt, sítrónu tart, sem hann gerði m.a. í sveinsprófinu sínu.
Skíðafélag Strandamanna tók þátt í bikarmóti á Akureyri um helgina. Fjölmennasti ungmennahópur félagsins 13-16 ára á bikarmóti til þessa.

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Aðrar fréttir

Boðið verður upp á bólusetningar með Pfizer bóluefni gegn Covid-19 fyrir börn 5-11 ára á heilsugæslunni á Hólmavík föstudaginn 21. janúar nk.
Skíðafélag Strandamanna tók þátt í bikarmóti á Akureyri um helgina. Fjölmennasti ungmennahópur félagsins 13-16 ára á bikarmóti til þessa.
Auglýst er eftir tilnefningum um íþróttamanneskju ársins 2021 í Strandabyggð. Öll sem vilja geta sent inn tilnefningu.