Home Viðburðir Veganúar – Grænleikar: Kviss

Veganúar – Grænleikar: Kviss

Hversu mikill grænkeri ert þú orðinn í lok Veganúar? Kviss og keppni með Birtu Ísey.

Samtök grænkera á Íslandi standa fyrir Veganúar 2022 eins og endranær og er glæsileg dagskrá öll tiltæk í beinu streymi.
Grænleikum verður streymt og hefst stundvíslega kl 20.00, það má nálgast hlekk á Facebook viðburðinum þegar nær dregur.

Veganúar er viðburður, eða áskorun, sem haldinn er í janúarmánuði ár hvert og hefur það að markmiði að vekja fólk til umhugsunar um áhrif neyslu dýraafurða og kynna kosti grænkerafæðis fyrir heilsu, umhverfi og dýravernd. Samtök grænkera á Íslandi hafa staðið fyrir þessari árlegu Veganúar áskorun síðan 2016 og er þetta því í sjöunda sinn sem við höldum hana hérlendis.

Meiri upplýsingar

Viðburður á Facebook
janúar 2022
febrúar 2022
No event found!
Sjá meira