Home Viðburðir Trékyllisheiðin

Trékyllisheiðin

Trékyllisheiðin er utanvegahlaup sem fer fram á Ströndum í annað sinn laugardaginn 13. ágúst 2022. Tvær vegalengdir eru í boði, Trékyllisheiðin ultra 48 km (um 1.200 m hækkun) og Trékyllisheiðin mini 16,5 km (um 250 m hækkun).

Tímasetning
Laugardagur 13. ágúst 2022

Staðsetning
Lengra hlaupið hefst við félagsheimilið í Árnesi í Trékyllisvík og það styttra á Bjarnarfjarðarhálsi milli Steingrímsfjarðar og Bjarnarfjarðar. Skíðafélag Strandamanna stendur að hlaupinu, en Strandagöngur félagsins eru vinsæll hluti af Íslandsgöngu Skíðasambands Íslands. Bækistöðvar félagsins eru í nýlegum skíðaskála á Brandsholti í Selárdal inn af botni Steingrímsfjarðar, u.þ.b. 16 km norðvestan við Hólmavík. Sætaferðir verða frá skíðaskálanum að rásmörkum beggja hlaupanna og bæði hlaupin enda við skíðaskálann.

Trékyllisheiðin
Trékyllisheiði er fjallvegur á milli Steingrímsfjarðar og Trékyllisvíkur á Ströndum. Leiðin yfir heiðina var greiðasta leiðin á milli þessara byggðarlaga áður en vegur var lagður meðfram sjónum norðan Bjarnarfjarðar. Heiðarleiðin er mun styttri en bílvegurinn, en liggur víðast í um 400 m hæð og er afar hrjóstrug, gróðursnauð og illviðrasöm á vetrum. Heiðin verður því sjaldan fyrir valinu sem ferðaleið ef aðrar hlýlegri standa til boða. Jeppaslóði liggur yfir heiðina, en hann er mjög seinfarinn, nema helst þegar harðfenni er yfir.

Meiri upplýsingar

Skráning
ágúst 2022
september 2022
No event found!
Sjá meira