Home Viðburðir Þjóðtrúarkvöldvaka í Sævangi: Pestir og plágur

Þjóðtrúarkvöldvaka í Sævangi: Pestir og plágur

Stórmögnuð þjóðtrúarkvöldvaka verður haldin á Sauðfjársetrinu í Sævangi laugardagskvöldið 11. september næstkomandi.

Þjóðtrúarkvöldvökur í september hafa verið árlegur viðburður í samvinnu Sauðfjárseturs á Ströndum og Rannsóknaseturs HÍ á Ströndum – Þjóðfræðistofu síðustu árin. Kvöldvakan féll þó niður í fyrra, en nú verður viðburður haldinn í raunheimum, innan þeirra sóttvarnareglna sem gilda þegar að honum kemur.

Kvöldvakan hefst kl. 20:30 og eru öll hjartanlega velkomin. Þemað er Pestir og plágur, og verða flutt fróðleg erindi um þjóðtrú og sögur, siði og venjur, fyrr og nú.

Auk þess verður kynngimagnað kvöldkaffi á boðstólum fyrir þau sem kjósa og skemmtiatriði.

Fyrirlesarar kvöldsins:

  • Eiríkur Valdimarsson: Gleymt en þó geymt: Lækningaaðferðir alþýðu fyrri alda
  • Dagrún Ósk Jónsdóttir: Flökkusagnir og faraldrar
  • Áki Guðni Karlsson: Dauðinn og Covid: Tækni, hefðir og verklag á kveðjustundu

Dagsetning

11. sep. 2021
Viðburður er búinn!

Tími

20:30
september 2021
október 2021
nóvember 2021
desember 2021
No event found!
Sjá meira