Home Viðburðir Sveppatínsla með Mörtu

Sveppatínsla með Mörtu

Sunnudaginn 7. ágúst gefst áhugasömum tækifæri til að fá fara í sveppamó með Mörtu húsfreyju í Bæ 1.
Marta er kennari við Grunnskóla Drangsness og sérlegur áhugamaður um sveppi en hún hefur tínt sveppi um árabil og notað í matargerð. Boðið verður upp á stutt námskeið þar sem þátttakendur læra að þekkja algengustu matsveppi á svæðinu og hvernig má nýta þá. Marta mun einnig fylgja þáttakendum í sveppamó um skógræktarsvæðið í kringum Bæ 1 en nú er sveppatíð víða hafin.
Að lokum verður boðið upp á sveppaböku gegn vægu gjaldi í fjárhúsinu við Bæ 1 sem breytt hefur verið í gróðurhús.
Allir þátttakendur fá lítinn bækling heim með sér sem hefur að geyma fróðleik um helstu matsveppi hér á Ströndum.
Námskeiðið hefst kl. 13:30 og stendur yfir til kl. 16:30, gott er að vera vel útbúin og þeir sem eiga körfur eru hvattir til þess að taka þær með.
ágúst 2022
september 2022
No event found!
Sjá meira