Home Viðburðir Sögurölt um Tungugröf

Sögurölt um Tungugröf

Hin sívinsælu sögurölt safnanna í Dölum og á Ströndum halda áfram. Þau eru vikulega yfir hásumarið og kynnt á Fésbókinni. Á fimmtudagskvöld kl. 20, verður rölt um Tungugröf við Steingrímsfjörð á Ströndum. Öll eru þar hjartanlega velkomin og aðgangseyrir er enginn.

Tungugröf er eyðibýli sem stóð við Tungugrafarvoga, rétt sunnan við vegamót Innstrandavegar og Djúpvegar þar sem hann kemur niður af Arnkötludal við Hrófá. Þar er margt að sjá og skoða og segja frá og einnig verður rölt dálítið um svæðið. Söguröltin eru annars yfirleitt auðveld og meiri áhersla lögð á sögur en göngu. Það eru Byggðasafn Dalamanna og Sauðfjársetur á Ströndum sem standa fyrir söguröltinu á sumrin.

Skoða frétt

Skoða Facebook viðburð

Dagsetning

22. júl. 2021
Viðburður er búinn!

Tími

20:00
september 2021
október 2021
nóvember 2021
desember 2021
No event found!
Sjá meira