Home Viðburðir Náttúrubarnahátíð á Ströndum

Náttúrubarnahátíð á Ströndum

Langar þig að komast í betri tengsl við þitt innra náttúrubarn?
Á Náttúrubarnahátíð á Ströndum 8.-10. júlí gefst þér tækifæri til að finna og rækta náttúrubarnið í þér á skemmtilegri dagskrá fullri af allskonar fróðleik og fjöri!
Náttúrubarnahátíðin verður haldin á Sauðfjársetrinu í Sævangi, þar sem Náttúrubarnaskólinn er til húsa.
Náttúrubarnahátíðin er fjölskylduhátíð og verður aðgangur ókeypis.
Það er einnig frítt fyrir hátíðargesti að gista í tjaldi á Kirkjubóli sem er rétt hjá Sævangi en það er ekki eiginlegt tjaldstæði og ekki aðgangur að rafmagni. Það er frábært tjaldsvæði á Hólmavík þar sem er rafmagn og ýmsir gististaðir í nágrenninu.
Veitingasala er á Sauðfjársetrinu (Kaffi Kind) alla helgina og er þar nóg úrval af allskonar réttum bæði fyrir grænkera og aðra.
Náttúrubarnahátíðin er styrkt af Uppbyggingarsjóði Vestfjarða.

Meiri upplýsingar

Read More
nóvember 2022
desember 2022
No event found!
Sjá meira