Home Viðburðir Náttúrubarnahátíð á Ströndum

Náttúrubarnahátíð á Ströndum

Náttúrubarnahátíð á Ströndum verður haldin með pompi og prakt helgina 9.-11. júlí, en nokkrir viðburðir verða einnig í vikunni fyrir. Meðal annars verður sirkusnámskeið fyrir 8-16 ára á Hólmavík dagana 6.-7. júlí og sirkussýningin Allra veðra von, verður í Sævangi fimmtudagskvöldið 8. júlí, sjá nánar á tix.is.

Náttúrubarnahátíðin mun einkennast af útivist, náttúruskoðun, fræðslu og fjöri og verður fjölbreytt og spennandi dagskrá. Gunni og Felix munu halda uppi fjörinu á laugardagskvöldið og Benedikt búálfur og Dídí munu heimsækja okkur á sunnudeginum. Þá verða skemmtilegar og spennandi smiðjur sem tengjast náttúrunni á boðstólnum, hægt verður að fara á hestbak, farið verður í fuglaskoðun og leiki, sagðar drauga- og tröllasögur í sagnahúsinu, spurningaleikurinn Náttúrubarnakviss verður á sínum stað á föstudagskvöldinu og margt fleira. Eins og áður er frítt á alla viðburði helgarinnar!

Skráning og upplýsingar hjá Dagrúnu Ósk í síma 661-2213 og á netfangið natturubarnaskoli@gmail.com.

www.natturubarnaskolinn.is

Dagsetning

09. - 11. júl. 2021
Viðburður er búinn!

Tími

Allan dag
júlí 2021
ágúst 2021
No event found!
Sjá meira
Scroll Up