Home Viðburðir Hamingjudagar á Hólmavík

Hamingjudagar á Hólmavík

Staðsetning: Strandabyggð
Dagsetning: 25.-27. júní 2021

Hamingjudagar á Hólmavík verða haldnir hátíðlegir dagana 25. – 27. júní.

Hamingjudagar eru bæjarhátíð Strandabyggðar og hafa verið árlegur viðburður frá 2005. Dagskrá Hamingjudaga er breytileg eftir árum en hún er alltaf fjölbreytt og hamingjurík.

Hátíðin er bæði hugsuð sem átthagamót fyrir brottflutt Strandafólk og Hólmvíkinga, vettvangur til að hittast og eiga góða stund á heimaslóð. Einnig er hún til þess að sem flest taki þátt í hátíðinni með sínum hætti á sínum forsendum. Með virkri þátttöku í hátíðinni hjálpar fólk til við að uppfylla meginmarkmið hennar sem er að hver einasti íbúi í Strandabyggð ásamt gestum hátíðarinnar finni fyrir innri hamingju, hugarró, gleði og kærleika í hverju skrefi.

Sjá nánar á www.facebook.com/hamingjudagar

júlí 2022
ágúst 2022
No event found!
Sjá meira