Fréttir og greinar

Jólamarkaður verður í Hveravík í dag, laugardaginn 4. des. Markaðurinn stendur frá 13-17 og þar verður ýmislegt fallegt og girnilegt til sölu.
Viðtal við Sólrúnu Öldu Waldorff sem brenndist alvarlega í eldsvoða árið 2019. Hún deilir reynslu sinni til að efla umræðuna á sviði forvarna.
Matkrókurinn kynnir matgæðinga á Ströndum sem deila uppáhalds uppskriftunum sínum. Helga Gunnarsdóttir deilir jarðarberja- og Baileys tertu.
Eiríkur Valdimarsson er ekki veðurfræðingur en hann hefur lengi velt fyrir sér alþýðlegum veðurspám. Kristín okkar ræddi við Eirík um veðrið.
Barnakór Strandabyggðar gefur út nýtt jólalag eftir kórstjórnandann Braga Þór Valsson. Þetta er í þriðja sinn sem kórinn gefur út jólalag.
Einvalalið vestfirsks tónlistarfólks hefur tekið höndum saman og mun bjóða upp á jólatónleika á Hólmavík, Tálknafirði og Ísafirði í desember.
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða en sjóðurinn fjármagnar framkvæmdir á ferðamannastöðum og ferðamannaleiðum.
Kristín Einarsdóttir hitti í sumar Sigvalda Snæ Kaldalóns sem kynnt hefur sér sögu útgáfu laga afa hans, tónskáldsins Sigvalda Kaldalóns.
Skólastarf er hafið að nýju í Strandabyggð. Margir íbúar fóru í skimun í byrjun vikunnar og eru nú 10 í einangrun á Ströndum og Reykhólum.
Í gær var ljósleiðari á Drangsnesi virkjaður í fyrsta sinn. Þar með lýkur mikilvægu framfaraskrefi í eflingu innviða hreppsins.
Bókavík, bókmennta-og ljóðavika á Hólmavík, hófst í dag og stendur fram til 28. nóvember. Fjölmargir skemmtilegir viðburðir alla vikuna.
Skólarnir á Hólmavík verða lokaðir mánudag og þriðjudag vegna COVID-19. Starf Geislans og Ozon fellur einnig niður. Sýnatökur í gangi.
Í Galdraskólanum eru sagnalistin og ímyndunaraflið nýtt til að leiða börn í hugleiðslu og kenna leiðir til að stjórna eigin tilfinningum.
Skólarnir á Hólmavík verða lokaðir fram yfir helgi vegna COVID-19 smita. Starf Geislans og Ozon fellur einnig niður. Smitrakning er hafin.
Hnúfubak rak upp í fjöru í landi Finnbogastaða í Trékyllisvík í Árneshreppi á dögunum. Hvalurinn er orðinn útblásinn og mjög illa lyktandi.
Foreldrafélag leik- og grunnskóla Hólmavíkur sendi ályktun til sveitarstjórnar í tengslum við niðurskurð Strandabyggðar til tónlistarkennslu.
Félagsmiðstöðva- og ungmennahúsavika er nú haldin um allt land. Ólöf Katrín og Þórey Dögg fara yfir af hverju félagsmiðstöð er þeim mikilvæg.
Hunda- og kattahreinsun í Strandabyggð verður með öðrum hætti í ár vegna covid-19. Dýraeigendur fá lyfin send heim til sín.
Björk Ingvarsdóttir og Pétur Matthíasson tóku nýverið við Útgerðinni Vissu á Hólmavík. Kristín E. ræddi við Björk um dagleg störf í útgerð.
Byrjað er að bjóða upp á örvunarskammta vegna COVID-19, bólusett er með Pfizer. Gert er ráð fyrir að bólusett verði flesta næstu fimmtudaga.
Grunn- og tónskólinn á Hólmavík verður opnaður aftur 16. nóvember eftir eins dags lokun og neikvæða niðurstöðu úr sýnatöku dagsins.
Lokað verður fyrir vatn innanbæjar á Hólmavík miðvikudagskvöldið 17. nóvember kl. 20. Áætlað er að framkvæmdir taki allt að 3 klukkustundir.
Íbúafundur verður 17. nóvember kl. 18:30 í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi. Fundinum verður einnig streymt. Öll eru velkomin.
„Tryggingagjaldið þarf að leggja niður í núv. mynd og fjármagna þá þætti sem tryggingagjaldið stendur undir með annars konar skattheimtu.“
Grunnskólanum á Hólmavík verður lokað venga Covid-smits mánudaginn 15. nóvember. Leikskólinn Lækjarbrekka verður opinn samkvæmt venju.
Upplifum ævintýrin saman er heitið á áskorun Barnaheilla til landsfólks sem felst í því að fólk leggi símana frá sér í 12 klst nk. sunnudag.
Hagleiksmenn voru ýmist sjálfmenntaðir eða lærðu af öðrum smiðum. Biðlað er eftir upplýsingum um handverksfólk á Ströndum 1880-1950.
Í dag tengdu starfsmenn Orkubús Vestfjarða þriggja fasa rafmagn norður í Djúpavík í Árneshreppi með jarðstreng yfir Trékyllisheiði.
Á tímabilinu janúar-mars 2022 verður þjónusta í Árneshrepp aukin. Vegurinn verður mokaður þegar aðstæður leyfa allt að tvisvar í viku.
Á sveitarstjórnarfundi var lögð fram greinargerð um aðgerðir sem ráðist hefur verið í árið 2021 og í tengslum við fjárhagsáætlun næsta árs.
Svanur Kristjánsson er alinn upp á bænum Lambeyri í Tálknafirði en bjó svo í 23 ár í Ástralíu áður en hann fluttist til Hólmavíkur.
Nýtt Ungmennaráð Strandabyggðar var kosið á ungmennaþingi sem haldið var á Hólmavík í síðustu viku. Einnig var farið í hópeflisleiki.
Daníel dýralæknir sinnir hreinsun á hundum og köttum fimmtudaginn 18. nóvember n.k. í Áhaldahúsinu á Hólmavík milli kl. 16:00 og 18:00.
Matsjáin er ætluð smáframleiðendum matvæla sem vilja efla leiðtogafærni, öðlast aukna getu til að þróa vörur og þjónustu og efla tengslanetið.
Nýafstaðið þing um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun í Grunnskóla Drangsness heppnaðist einkar vel.
Félagsmálaráðuneytið hefur opnað fyrir umsóknir á íþrótta- og tómstundastyrkjum fyrir börn sem koma frá tekjulágum heimilum.
Kristín hitti Áka Guðna Karlsson og ræddi við hann um doktorsverkefni hans í þjóðfræði og fyrirlestur sem hann hélt um Covid og dauðann.
Listakeppni með hrekkjavökuþema var haldin í Strandabyggð fyrir bæði börn og fullorðna á vegum Frístundar grunnskólans á Hólmavík.
Hólmavík. Þingið hefst kl. 17:00 og eru öll ungmenni í Strandabyggð hvött til að mæta og koma sínum hugmyndum á framfæri.
„Staðsetning Hrekkjavökunnar í dagatalinu er þar sem haustið endar og veturinn tekur við, hún hefur því alltaf tengst uppskeru hátíðum.“
„Þegar kraftar myrkursins tóku við þá trúðu Írar því að hinir ýmsu illu andar færu á kreik og þá voru kveikt stór bál til að verjast þeim.“
Reynir Björnsson sýnir Kristínu Einarsdóttur gamla íbúðarhúsið á Miðdalsgröf. Í húsinu bjó móðir Reynis hún Guðfríður Guðjónsdóttir.
„Illgjarn maður sem bar heitið Jakob gekk um heiminn með útskorna rófu með logandi kolamola innan í sem hann fékk frá djöflinum.“
„Þeir fátæku buðust til að biðja fyrir látnum ættingjum og fá í staðinn sérstakar hringlaga kökur sem kölluðust „soul cakes“, sálar kökur.“
„Hrekkjavakan er nótt spádóma og spurninga um framtíðina. Notuðu margir tækifærið og létu spá fyrir sér um hverjum þeir myndu giftast“
Hrekkjavakan er á næsta leiti og það verður nóg um að vera á Ströndum. Draugahús, spákona, búningaball, grikk eða gott og listaverkakeppni.
Hrútasýning var á bænum Heydalsá í Strandabyggð þar sem fólki gefst tækifæri til að hittast og gleðjast yfir góðum árangri í sauðfjárrækt.
Guðfinna Lára Hávarðardóttir hefur verið ráðin sem nýr starfsmaður Náttúrustofu Vestfjarða í 50% starf. Guðfinna er landbúnaðarfræðingur.
Þorgeir Pálsson ritari í stjórn Ferðamálasamtaka Vestfjarða fer yfir stöðuna hvernig ferðasumarið 2021 var á Ströndum.
Daníel Haraldsson er nýr dýralæknir sem sinnir dýralæknaþjónustu á Ströndum, Reykhólum og í Dalabyggð. Daníel tók við 1. október síðastliðinn.
Kristín Einarsdóttir þjóðfræðingur flutti á Strandir frá Reykjavík og hefur fundið flestum áhugamálum sínum farveg í Hveravík þar sem hún býr.
Nemendur í hagnýtri þjóðfræði halda málþing á Hólmavík um allskonar dýr og skepnur frá þjóðfræðilegu sjónarhorni
Samtökin '78 verða með umfangsmikla hinsegin fræðslu í grunn- og leikskólanum á Hólmavík 18.-19. október og félagsheimilinu fyrir alla íbúa.
Ekki var hægt að halda aðalfund í Leikfélagi Hólmavíkur vegna manneklu. Stjórnin biðlar til íbúa að taka höndum saman og mæta á aðalfund eftir viku.
Tvær hrútasýningar haldnar á Ströndum. Besti hrúturinn var frá Laxárdal en aðrir 1. verðlaunahrútar komu frá Klúku, Miðdalsgröf og Smáhömrum.
Sigvaldi Kaldalóns átti á tíma í átökum við Læknafélagið. Óttar Guðmundsson segir Kristínu Einarsdóttur frá þeirri sögu.
Í stefnu Þorgeirs fer hann fram á vangoldin biðlaun í þrjá mánuði að frádregnum tekjum og miskabótum vegna uppsagnar í apríl síðastliðnum.
„Það hefur verið hrikalega erfitt tíðarfar upp á sjósókn. Einungis um 50 tonnum hefur verið landað á Hólmavíkurhöfn í september.“
Öflugt frístundastarf er í Strandabyggð bæði sumar og vetur. Tómstundafulltrúi Strandabyggðar fer yfir starfsemina sl. sumar.
Eiríkur Valdimarsson þjóðfræðingur heldur úti Facebooksíðum um veður og veðurspár þar sem ýmist er hægt er að fræðast eða fræða aðra.
Kristín Einarsdóttir hitti Strandafólk í Skarðsrétt sem eiga það sameiginlegt að hafa átt þann draum að gerast sauðfjárbændur.
Varðskip mun sigla í Árneshrepp í næstu viku og fjarlægja þau rúmlega fimmtíu grindhvalahræ sem legið hafa í fjörunum þar síðan sl. laugardag.
Flestir fundargestir vilja að Strandabyggð fari í sameiningarviðræður og leist best á sameiningu allra Stranda, Reykhólahrepps og Dalabyggðar.
Lokað verður fyrir vatn í hluta þorpsins á Hólmavík í kvöld vegna viðgerða frá kl. 21 og áætlað að viðgerð standi yfir í um klukkustund.
Starfsmenn Hafrannsóknarstofnunar fara í Árneshrepp að rannsaka hvalrekann og ákvörðun verður tekin í kjölfarið hvað gert verður við hræin.
Í gær var haldið upp á 5 ára afmæli Rannsóknarseturs HÍ á Ströndum og skrifað undir samstarfssamning við Strandabyggð.
Ólafur Engilbertsson menningarmiðlari hefur sett upp ýmsar sýningar. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum hitti Ólaf og ræddi við hann.
Fjárskaði varð á nokkuð mörgum bæjum á Ströndum í vonskuveðri. Áætlað er að skaðinn hafi verið um 200 - 250 fjár á Ströndum.
Aukafundur í sveitarstjórn Strandabyggðar var haldinn í gær. Rætt var um fjárhagsáætlun 2022 og hagræðingaraðgerðir frá ráðgjöfum.
Íbúafundar verður í Félagsheimilinu í Strandabyggð 5. október kl. 20. Þar verður rætt hvort Strandabyggð eigi að hefja sameiningarviðræður.
Í síðustu viku fóru nemendur og starfsfólk Grunnskóla Drangsness í Sveitaskólann í Trékyllisvík í Árneshreppi.
Guðmundur Viktor Gústafsson golfari á Hólmavík náði þeim árangri að komast í landsliðssæti eldri kylfinga í aldursflokknum 65+ með forgjöf.
„Grunnhugmyndin er sú að allir landsmenn eigi rétt á sömu þjónustu og lífsgæðum óháð búsetu.“ Frambjóðandi Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi.
„Við ætlum að vinna saman sigra sem eiga eftir að lyfta þjóðinni allri til betra lífs, meira réttlætis, jafnari tækifæra og  jöfnuðar.“