Fréttir og greinar

Sveitasíminn er nýtt hlaðvarp á Ströndum sem Sauðfjársetrið heldur úti í tilefni 20 ára afmælis safnsins um þessar mundir.
„Flokkur fólksins hefur barist með kjafti og klóm fyrir strandveiðum fyrir sjávarbyggðirnar. Fyrsta skrefið er að tryggja 48 veiðidaga á ári.“
Trékyllisheiðarhlaupið verður haldið öðru sinni nk. laugardag 13. ágúst. Skráningarfrestur rennur út á miðnætti á morgun, miðvikudagskvöld 10. ágúst.
Hópur kvenna hafa komið af stað söfnun fyrir sjúkrabörum, spelkum og sjúkrakassa til að gefa staðarhöldurum í Reykjarfirði á Hornströndum.
Reykhóladagar verða haldnir 12. - 14. ágúst. Glæsileg dagskrá fyrir alla fjölskylduna með bæði hefðbundnum og nýjum viðburðum.
Rétt fyrir klukkan 2 í dag voru björgunarsveitir á Ströndum kallaðar út vegna manns sem féll ofan í gil rétt við Steingrímsfjarðarheiði.
Spennandi rannsóknarverkefni um sagnamennsku, þjóðsögur, örnefni og landslag í Árneshreppi og Kaldrananeshreppi á Ströndum.
Sunnudaginn 7. ágúst gefst áhugasömum tækifæri til að fá fara í sveppamó með Mörtu húsfreyju í Bæ 1. Námskeiðið hefst kl. 13:30.
Tónlistarmaðurinn Kristján Kristjánsson, KK, verður með tónleika í Steinshúsi föstudagskvöldið 5. ágúst nk.
Fyrrverandi sveitarstjórn Strandabyggðar hefur sent núverandi sveitarstjórn ítrekun á kröfu um svör við spurningum sínum.
Sjóíþróttafélagið Rán er búið að kaupa kayaka og búnað og óskar eftir fleiri félögum til að taka þátt í starfinu.
Um tug steyptra bronsdropa er saknað úr myndlistaverki Mireyu Samper sem staðsett er við heitu pottana á Drangsnesi.
Hrútaþuklið er stærsti viðburðurinn í starfi Sauðfjársetursins og er búist við gestum hvaðanæva af landinu til að taka þátt og fylgjast með.
Ráðherranum ber að leiðrétta afleiðingar einokunar skiptimarkaðarins og standa með sjávarbyggðunum og lögmætum væntingum strandveiðimanna.
Orkubú Vestfjarða úthlutaði samfélagsstyrkjum á dögunum. Mörg verkefni á Ströndum fengu styrk og verður spennandi að fylgjast með þeim.
Fjölskyldan í Tröllatungu færði Skíðafélagi Strandamanna gjöf til minningar um Halldór Fannar, ættingja þeirrra sem féll frá í lok júní.
Í Kaldrananeshreppi eru mörg gróðurhús og á nýafstöðnum gróðurhúsadegi var fólki boðið að koma og kynna sér þá ræktun sem er í gangi.
Gott tilefni er til að kíkja á Snæfjallaströnd á næstu dögum þar sem margir viðburðir verða í gangi. Tónlistar-, kvæða- og kvikmyndadagskrá.
Bára og Kiddi ráku Café Riis í 17 ár. Við tókum stöðuna á Báru og forvitnuðumst um reksturinn, lífið eftir Café Riis og matarástríðuna.
Nábrókin er smáhátíð sem er haldin um verslunarmannahelgina í Trékyllisvík. Við heyrðum í Ellen Björgu, ein af skipuleggjendum hátíðarinnar.
Opni gróðurhúsadagurinn verður nk. sunnudag. Þá munu gróðurhúsaeigendur í hreppnum taka á móti gestum í gróðurhúsunum sínum.
Vestfirðingafélagið hefur opnað fyrir umsóknir í Menningarsjóð vestfirskrar æsku 2022. Umsóknarfrestur er til 31. júlí.
Næstkomandi sunnudag verður Skúlptúraslóð á Hólmavík formlega opnuð þegar listamaðurinn Ingo Vetter mun hafa opnun á útilistaverkum sínum.
Næstkomandi fimmtudagskvöld verður hljómsveitin 4G og Lolla með tónleika í Söngsteini við Hveravík. Ókeypis inn og öll velkomin.
Ólafsdalshátíðin í Gilsfirði verður haldin á morgun, 16. júlí. Líkt og áður er um glæsilega fjölskylduhátíð að ræða og er aðgangur ókeypis.
„Hér á Ströndum eru starfandi ýmis íþróttafélög undir HSS og má þar nefna ungmennafélögin Geislann, Neistann og Leif heppna...“
Hjólafélag miðaldra skrifstofumanna kom á Strandir í sinni árlegu ferð, 25. árið í röð. Félagið hjólaði Drangsneshringinn.
Náttúrubarnahátíð á Ströndum var haldin núna um helgina á Sauðfjársetrinu í Sævangi og var mikil gleði og gaman á svæðinu.
Í úthlutun úr Orkusjóði fengu 21 verkefni á Vestfjörðum styrk, þar af 4 verkefni á Ströndum, öll í flokknum Hleðslustöðvar fyrir samgöngur.
Ásta Þórisdóttir hefur verið ráðin nýr skólastjóri í Grunnskóla Drangsness. Hún tekur við af Guðnýju Rúnarsdóttur.
„Íbúar sjáv­ar­byggðanna eiga rétt á að nýta sjáv­ar­auðlind­ina þannig að fjöl­skyld­urn­ar geti lifað af fisk­veiðum.“
Héraðsmót HSS í frjálsum íþróttum verður haldið á Skeljavíkurgrundum á morgun, þriðjudaginn 12. júlí, kl 17:00.
Tveir viðburðir verða í Kaldrananeshreppi á morgun. Annars vegar nátttúruvinnustofa og hins vegar Grímseyjarferðir.
Fiskvinnslan Drangur á Drangsnesi hefur verið þungamiðja atvinnulífs á staðnum frá stofnun og í ár fagnaði fyrirtækið 20 ára afmæli.
Aflaveiðiheimildir til strandveiða hafa verið auknar um 1.074 tonn. Strandir.is talaði við Finn Ólafsson, fiskmarkaðsstjóra á Ströndum.
Strandabyggð auglýsir eftir tilboðum í smíði réttar í Landi Hrófbergs, við gamla afleggjarann yfir Staðará, sunnan megin.
Náttúrubarnahátíð á Ströndum verður á Sauðfjársetrinu næstu helgi. Á hátíðinni er fjölbreytt dagskrá fyrir náttúrubörn á öllum aldri.
Síðustu helgi var sett upp fyrsta hleðslustöðin fyrir rafmagnsbíla í Árneshreppi hjá ferðaþjónustunni Urðartindi í Norðurfirði.
Lögreglustjórinn á Vestfjörðum auglýsir lausa stöðu héraðslögreglumanns við embættið, með starfsstöð á Hólmavík. 
Í dag opnar fjölmennasta og víðfeðmasta myndlistarsýning sem haldin hefur verið á Íslandi. 23 myndlistarmenn sýna verkin sín á Ströndum.
Það styttist óðfluga í Náttúrubarnahátíð á Ströndum sem verður haldin á Sauðfjársetrinu í Sævangi helgina 8.-10. júlí næstkomandi.
Sjoppan á Hólmavík á 40 ára byggingarafmæli í ár, það markar einnig endalok hennar þar sem verið er að rífa hana niður þessa dagana.
Strandabyggð auglýsir þrjár lausar stöður í Grunnskólanum á Hólmavík og í Leikskólanum Lækjarbrekku á Hólmavík.
Opinn kynningarfundur um verkefnið Verndarsvæði í byggð á Hólmavík verður haldinn á Kaffi Galdri nk. fimmtudag, 30. júní og hefst kl. 20:00.
Hamingjudagar á Hólmavík tókust prýðilega þrátt fyrir kalt veður. Boðið var upp á fjölbreytta dagskrá fyrir alla fjölskylduna.
Stjórn Verzlunarfjelags Árneshrepps afhjúpaði mynd af Gunnsteini Gíslasyni og Margréti Jónsdóttur sem stóðu vaktina megnið af sinni starfævi.
Nýr sólpallur er risinn við Verslunarfélag Drangsness hvar heimamenn og gestkomandi geta sest niður og sötrað kaffi.
Í dag voru Hamingjudagar á Hólmavík settir við hátíðlega athöfn í Hnyðju. Hrafnhildur Skúladóttir, tómstundafulltrúi setti hátíðina.
Hér má sjá allar breytingar á opnunartímum skrifstofu Strandabyggðar vegna sumarleyfa starfsfólks sumarið 2022.
Hamingjudagar á Hólmavík eru hafnir og á þéttri dagskrá bæjarhátíðarinnar má meðal annars finna nokkrar myndlistarsýningar.
Þorgeir Pálsson oddviti T-listans ráðinn á ný sem sveitarstjóri Strandabyggðar á aukafundi sveitarstjórnar í dag.
Jónsmessan er á morgun, 24. júní, og í tilefni hennar verður Jónsmessunæturganga yfir Bjarnarfjarðarháls annað kvöld.
Ungmenni í Strandabyggð fóru nýverið í ungmennaskipti til Ítalíu. Þannig gafst þeim tækifæri til að kynnast jafnöldrum í öðru Evrópulandi.
Hamingjudagar á Hólmavík byrja næsta fimmtudag og standa fram á sunnudag. Margt verður í gangi, hér má sjá dagskrá hátíðarinnar.
Á sunnudaginn næsta, 26. júní, verður haldið upp á 20 ára afmæli Sauðfjárseturs á Ströndum með afmælishátíð og afmæliskaffihlaðborði.
Næsta fimmtudag verður kynningarfundur á Hólmavík um tillögu að Strandsvæðisskipulagi Vestfjarða 2022. Öll eru velkomin.
Eiríkur Valdimarsson þjóðfræðingur og veðuráhugamaður veltir því fyrir sér hvort það sé alltaf vont veður og rigning á þjóðhátíðardaginn.
Þjóðhátíðardagurinn verður haldinn hátíðlegur víðsvegar á Ströndum með kökuhlaðborðum og fjölskylduskemmtunum.
Ný sveitarstjórn Strandabyggðar hefur fallið frá áfrýjun til Landsréttar í dómsmáli Þorgeirs Pálssonar gegn Strandabyggð.
Óskað er eftir tilnefningum til menningarverðlauna Strandabyggðar 2022 en verðlaunin eru veitt árlega fyrir eftirtektarvert framtak í lista- og menningarmálum.
Brunavarnaáætlanir eiga að stuðla að því að vernda líf og heilsu fólks, eignir og umhverfi með fullnægjandi eldvarnaeftirliti og viðbúnaði.
9. júní verður örnefnanámskeið á vegum Landmælinga Íslands á Hólmavík. Námskeiðið er haldið í samstarfi við Þjóðfræðistofu og er ókeypis.
„Í vetur tókst okkur að móta einstakan skólabrag sem einkennist af fallegum samskiptum, hrósi og hvetningu nemenda á milli...“
„Nú er lag að nýjar sveitarstjórnir gæti að lagaskyldu sinni til að koma upp notendaráðum fatlaðs fólks í hverju sveitarfélagi.“
„Órökstuddar dylgjur og ásakanir eru auðvitað alltaf óásættanlegar, en varðandi sveitarstjórnarmál á það kannski ekki síst við...“
Mér finnst áberandi hvað íbúar í Strandabyggð tjá sig lítið um jafn alvarlegar ásakanir og fram hafa komið í málflutningi Þorgeirs.
Sauðburður er alltaf skemmtilegur tími og jafnframt erfiður. Í upphafi eru allir ofsakátir og fagna hverju lambi og orkan næg...
Dylgjur um að við höfum úthlutað sjálfum okkur, fjölskyldum okkar og fyrirtækjum, fjármunum úr næstum galtómum sveitarsjóði, segir Jón Jónsson.
Hrafnhildur Skúladóttir deilir með okkur einfaldri uppskrift af hrikalega góðum marineruðum rækjum með engifer og hvítlauk.
„Hvað er eiginlega í gangi í þínu sveitarfélagi? Ert það þú sem ert þessi illu öfl sem samfélagið þarf að losna við?“
Það er ekki hægt að segja að það ríki lognmolla yfir Kaldrananeshrepp og helgina 20.-22. maí var margt í gangi í hreppnum.
Skólaþjónustan Ásgarður og fjórtán grunnskólar hafa í vetur unnið að því að skipuleggja valgreinar þvert á skóla, þvert yfir landið. 
Leitað er að verkum eftir myndlistarmanninn Ísleif Konráðsson fyrir myndlistarsýningu sem haldin verður á Drangsnesi í sumar.
Það verður nóg um að vera fyrir börn í Strandabyggð í sumar. Vinnuskólinn verður á sínum stað ásamt fjölbreyttum sumarstörfum.