Útilistaverk
Seiður er útilistaverk við Hafnarbraut á Hólmavík. Einar Hákonarson listamaður gaf sveitarfélaginu Strandabyggð listaverkið árið 2012 og var það sett upp ári síðar. Einar Hákonarson fékk Menningarverðlaun Strandabyggðar árið 2012 en hann hefur vinnuaðstöðu á Hólmavík og hefur búið þar með hléum um árabil.