Sauðfjársetur á Ströndum

Strandabyggð

Sauðfjársetrið er skemmtilegt safn með fjölbreytta afþreyingu fyrir alla fjölskylduna. Það er staðsett í félagsheimilinu Sævangi 12 km. sunnan við Hólmavík við veg nr. 68.

Á Sauðfjársetrinu er rekið kaffihúsið Kaffi Kind, þar sem seldar eru kaffi, kökur, súpur ofl. Þar er einnig sölubúð með handverki og minjagripum.

Sýningin og Kaffi Kind eru opin frá 10-18 alla daga yfir sumarið og opið eftir samkomulagi yfir veturinn.

Munir sem tengjast sauðfjárbúskap fyrr og nú eru þungamiðja sýningarinnar. Aðal sýning Sauðfjársetursins er sýningin, Sauðfé og sveitafólk á Ströndum að jafnaði eru einnig þrjár minni sýningar uppi á Sauðfjársetrinu. Á hverju sumri hefur Sauðfjársetrið haft lömb í fóstri frá því snemma í júnímánuði. Gestir fá að gefa heimalingunum mjólk úr pela sem bæði börn og fullorðnir hafa gaman af.

Sauðfjársetrið stendur fyrir atburðum yfir sumarið, fjölsóttasti viðburðurinn er Íslandsmeistaramótið í Hrútadómum sem er haldið í ágúst. Einnig eru fjölmargir atburðir yfir vertrartímann.

Auðsótt er að leigja Sævang undir hvers kyns fundi, veislur, námskeið eða samkomur.

Opnunartími –

Opið 10:00-18:00 alla daga yfir sumarið 1. júní – 1. sept. og eftir samkomulagi yfir veturinn.

693-3474
saudfjarsetur@saudfjarsetur.is
Sævangur, 511 Hólmavík

Instagram

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is