Náttúrubarnaskólinn

Strandabyggð

Menntatengd ferðaþjónusta/námskeið/náttúruskoðun/útivist/afþreying

Náttúran er ævintýraheimur og þar gerist ýmislegt skrítið og skemmtilegt.
Náttúrubarnaskólinn stendur fyrir fjölbreyttum og skemmtilegum námskeiðum og viðburðum fyrir börn og fullorðna yfir sumarið á Sauðfjársetrinu í Sævangi. Náttúrubarnaskólinn tekur einnig á móti allskonar hópum og skipuleggur viðburði og gönguferðir við allra hæfi ef óskað er eftir því.

Náttúrubarnaskólinn byggir á hugmyndum um útikennslu en í hugmyndafræðinni felst líka að hann er skemmtun þar sem að fróðleikurinn síast inn í gegnum leik. Þar lærir fólk með því að sjá, snerta og upplifa viðfangsefnin.

Þá stendur Náttúrubarnaskólinn líka fyrir Náttúrubarnahátíð á Ströndum í júlí á hverju sumri.

Náttúrubarnaskólinn hefur verið starfræktur á Sauðfjársetrinu síðan sumarið 2015.

6612213
natturubarnaskoli@gmail.com
Sauðfjársetrið í Sævangi, 511 Hólmavík
Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is