Hvalá – Drynjandi

Árneshreppur

Gönguleið: 3-4 klst. Erfiðleikastig (1-3): 2

Drynjandi er ótvírætt í flokki fegurstu fossa landsins. Hann er um 3 km frá göngubrúnni á Hvalá og þangað liggja margar töfrandi gönguleiðir þar sem finnst fjöldi stein gervinga, svokallaðar trjáholur. Fært er fjórhjóladrifnum bílum að göngubrúnni.

Þegar yfir brúna er komið er oftast gengið upp með Hvalá og henni fylgt um 1,5 km að ármótum en þar skammt upp af er fallegur ónefndur foss. Rétt er að sveigja hér frá Hvalá og ganga í stórum sveig að Drynjanda til að krækja hjá nokkrum bröttum giljum.

Önnur leið og meira krefjandi liggur beint upp frá göngubrúnni með því að fikra sig upp með hraunlagastöflunum. Báðar leiðirnar liggja um nokkurt klungur og hafa ber í huga að þoka getur skyndilega byrgt sýn.

Texti af göngukorti FÍ: Árneshreppur: Norðurstrandir & gönguleiðir við Hvalá.

Hér má nálgast göngukortið.

Facebook

Instagram

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is