Sigling, sjóstöng, hvalaskoðun, skoðunarferðir, leiðsögn
Báturinn Sundhani fer áætlanaferðir út í Grímsey í Steingrímsfirði frá 15. júní til 15, ágúst. Farið er tvær ferðir á dag kl 9 og 13.30. Ferðin tekur um 3 klst. Siglt er í kringum eyjuna og lagst upp að klett sem nefnist Uxinn þar sem komist er í mjög mikið návígi við toppskarf og ritu. Farið er í land og gengið um eyjuna með leiðsögn. Einnig er í boði ef áhugi er fyrir hendi að veiða á sjóstöng.