Fuglaskoðunarhús við Tungugrafarvoga

Strandabyggð

Við Tungugrafarvoga er fuglaskoðunarhús staðsett í miðju æðarvarpi. Húsið er opið öllum til afnota en fólk beðið um að ganga vel um svæðið og halda sig á göngustígnum því hreiður geta verið nálægt stígnum þó þau sjáist ekki.

Þar má sjá ýmsar fuglategundir s.s. stelk, tjald, grágæs, sandlóu, spóa, hrafn, duggönd, rauðhöfðaönd og skúfönd. Allt árið má sjá fiskiendur og teistur. Af og til sést til fálka, smyrla og arna.

Opnunartími –

Opið allt árið.

451-3393
husavik@simnet.is
Við Tungugrafarvoga í landi Húsavíkur, Strandabyggð. Matthías Lýðsson, Húsavík

Vefur

Facebook

Instagram

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is