Á Hótel Djúpavík er hægt að leigja fjallahjól. Þau eru með 4 flott fjallahjól til leigu á svæðinu. Það er ofsalega gaman að fara um malarvegina á hjóli og komast nær náttúrunni. Það er gamall vegur fyrir ofan þorpið sem er hægt að hjóla eftir og njóta náttúru fegurðarinnar sem umlykur fjörðinn.
