Vortónleikar Tónskólans á Hólmavík

Jólatónleikar 2013

Vortónleikar Tónskólans á Hólmavík verða haldnir í Hólmavíkurkirkju miðvikudaginn 14. maí og fimmtudaginn 15. maí og hefjast báðir tónleikarnir kl. 19.30. Aðgangur að vortónleikum Tónskólans er ókeypis og dagskráin er fjölbreytt og skemmtileg!  Allir eru hjartanlega velkomnir og vefurinn strandir.is hvetur alla sem vettlingi geta valdið til að mæta á tónleikana.