Vortónleikar Tónskólans á Hólmavík

645-skolafolk
Vortónleikar Tónskólans á Hólmavík eru haldnir nú mánudags- og þriðjudagskvöldið 27. og 28. maí og hefjast kl. 20:00 bæði kvöldin. Frítt er inn á tónleikana sem fara fram í Hólmavíkurkirkju og allir eru hjartanlega velkomnir.  Á tónleikunum koma fram flestir nemendur Tónskólans og munu þeir flytja lög sín einir eða í samspili með öðrum nemendum og kennurum. Leikið verður á fjölbreytt hljóðfæri s.s. blokkflautu, píanó, trommur, gítar, orgel og bassa, auk söngs.