Vortónleikar kvennakórsins Norðurljósa

Fréttatilkynning
Kvennakórinn Norðurljós heldur vortónleika sína í Hólmavíkurkirkju föstudaginn 1. maí og hefjast þeir klukkan 14.00. Kaffiveitingar fyrir tónleikagesti verða í félagsheimilinu að tónleikum loknum. Miðaverð er 2000 kr fyrir fullorðna en 1000 kr fyrir 6-13 ára. Frítt er fyrir börn á leikskólaaldri. Hljómdiskur kvennakórsins verður til sölu og kostar hann 2000 kr. Stjórnandi kórsins er Sigríður Óladóttir og undirleikarar Viðar Guðmundsson og Gunnlaugur Bjarnason.

Kvennakórinn Norðurljós