Vordagur í skólanum á Hólmavík

Vordagur Grunnskólans á Hólmavík var haldinn í síðustu viku. Mikið var af fólki og fjörið allsráðandi. Krakkarnir gátu látið mála sig í framan og farið til spákonu, auk þess sem að hin árlega kraftakeppni Grunnskólans fór fram. Dýrindis pulsur voru grillaðar úti í sólskininu og skemmtu ungir og aldnir sér konunglega saman. Á staðnum var einnig töframaðurinn Jón Víðir og lék hann listir sínar með aðstoð barnanna og vakti sérstaka lukku þegar hann sagaði bókasafnsvörðinn í tvennt. Ritstjóri strandir.is var viðstaddur með myndavélina.

Vordagur
atburdir/2011/640-vordagur9.jpg
atburdir/2011/640-vordagur8.jpg
atburdir/2011/640-vordagur4.jpg
atburdir/2011/640-vordagur3.jpg
atburdir/2011/640-vordagur10.jpg
atburdir/2011/640-vordagur1.jpg
Vordagurinn í skólanum – ljósm. Jón Jónsson