Vordagur í gær, ball í kvöld

Laufey Heiða og Elísa MjöllGrunnskólanum á Hólmavík er að ljúka þetta vorið og kominn sumarhugur í nemendur og kennara. Í gær var vordagur í skólanum og mikið fjör eins og sjá má á meðfylgjandi myndum – kraftakeppni, hestar, andlitsmálun, spámaðurinn Kornelíus las í framtíðina og bauð upp á lithimnugreiningu, grillveisla og margt fleira skemmtilegt. Í kvöld verður hins vegar lokaball í skólanum og hefst það kl. 20.00 og stendur til 22:00 fyrir 1.-5. bekk og eitthvað lengur fyrir eldri nemendur. Allir eru velkomnir á ballið.

1

Hinn kyngimagnaði spámaður Kornelíus fær sér grillaða pylsu eftir stanslausa spádóma í 2 tíma

bottom

Búið að mála Sunnevu Þórðardóttir eins og íkorna

Nemendur í 1. bekk fengu gefins reiðhjólahjálma

holmavik/grunnskolinn/400-vordagur1.jpg

Klappað fyrir fólkinu sem stóð sig vel í skólanum í vetur og fær nú sumarfrí

holmavik/grunnskolinn/580-vordagur4.jpg

Nemendur og kennarar að pulsa sig upp fyrir átökin – Bjarni Ómar stóð við grillið

holmavik/grunnskolinn/580-vordagur2.jpg

Guðbjörg Júlía blæs sápukúlur

Systurnar Bára og Silja 

Ljósm. Ásta Þórisdóttir og Silja Ingólfsdóttir