Vitabrekku verður lokað til reynslu

Á síðasta sveitarstjórnarfundi Strandabyggðar var tekinn fyrir undirskriftarlisti frá íbúum Skólabrautar og Vitabrautar um að loka svokallaðri Vitabrekku fyrir umferð vélknúinna ökutækja a.m.k. til reynslu í sumar. Byggingar-, umferðar- og skipulagsnefnd hafði hafnað tillögunni þar sem hún taldi að þessi aðgerð myndi ekki auka umferðaröryggi á svæðinu, en sveitarstjórn ákvað hins vegar að loka götunni fyrir umferð til reynslu til 15. september. Verður því hin svokallaða Bankabrekka eina akstursleiðin inn á Vitabraut og Skólabraut í sumar.