Víst er vídeóleiga á Ströndum!

Í framhaldi af frétt hér á strandir.is um að síðasta vídeóleigan á Hólmavík og líklega á Ströndum hafi lokað í haust, hefur komið í ljós að vissulega er slík leiga enn starfandi í héraðinu. Útibú Kaupfélags Steingrímsfjarðar hefur rekið litla vídeóleigu í allmörg ár á Drangsnesi sem enn er opin. Titlar þar eru að vísu ekki nema í kringum tuttugu, en að sögn Jóns Alfreðssonar kaupfélagsstjóra, hefur það samt þótt nokkuð gott miðað við notendafjölda. Nýjar spólur koma að jafnaði einu sinni í mánuði. Nú er bara að bíða og sjá hvort vídeóleigan á Drangsnesi leggur í markaðsátak eða útrás, opnar jafnvel útibú í öðrum þéttbýlisstöðum á Ströndum nú þegar sóknarfærin gefast.