Vetrarstarfið hefst hjá Norðurljósum

645-nordurljosasongur2

 

Vetrarstarfið er að hefjast hjá Kvennakórnum Norðurljósum, en í honum eru konur frá Hólmavík, Drangsnesi og sveitunum í kring. Ætlunin er að hittast þriðjudagskvöldið 2. september kl. 19:30 í Hólmavíkurkirkju. Allar konur sem vilja taka þátt í starfinu eru hvattar til að mæta á æfingu, hvar á landsbyggðinni sem þær búa. Ef að líkum lætur verða haldnir tónleikar við ýmis tækifæri í vetur eins og venjan er, m.a. er stefnt að jólatónleikum í Búðardal í lok nóvember.