Vestfjarðavíkingar sýndu kraftana á Ströndum í dag

Keppt var í Vestfjarðavíkingnum á Drangsnesi og Hólmavík í dag og eru meðfylgjandi myndir teknar á Hólmavík þar sem keppt var í tveimur greinum. Það var Theodór Már Guðmundsson sem hélt lengst allra í Herkúlesarhaldinu að þessu sinni, en hann er nýliði í keppninni. Í sundlaugargreininni þar sem tunnum er rogað upp á bakkann sigraði Ari Gunnarsson en hann hefur sigrað í þessari grein nokkrum sinnum áður. Fyrir sigur í þeirri grein er veittur sérstakur bikar sem heitir Svansbikarinn. Níu keppendur tóku þátt. Á morgun kl. 11:00 verður keppt í Djúpavík.

Vestfjarðavíkingar keppa á Hólmavík – ljósm. Jón Jónsson