Vestfjarðahringurinn 2010 – kynning í Sævangi

Í kvöld, þriðjudaginn 14. september kl. 20:00 verður kynningarkvöld í Sauðfjársetrinu í Sævangi í Steingrímsfjörð. Þar munu Félag opinberra starfsmanna á Vestfjörðum, Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Starfsendurhæfing Vestfjarða, Verkalýðsfélag Vestfirðinga og Vinnumálastofnun á Vestfjörðum kynna starfsemi sína. Auk kynningar á starfseminni er á boðstólum kjötsúpa í boði Fræðslumiðstöðvarinnar og örnámskeið í að sníða og sauma sláturkeppi.